27.1.2007 | 11:22
Loksins helgi eftir töff vinnu
Það er ekki að spyrja að misheppnuðu uppeldi dætra minna. Ég hef lengi barist fyrir því að eiga forgang að bara mínum stað í rúminu mínu. Það hefur ekki tekist og loksins ætlaði ég að fara að gera út fjölmiðil þegar brotist var inn í ritstjórnina af sömu forhertu stelpum. Var að koma frá Austurlandi þar sem ég hélt fimm fundi á innan við sólarhring og messaði yfir samtals 4-500 manns og endaði með að skála fyrir stofnun Stígamóta á Austurlandi. Strax á fyrsta degi virðast öll viðtöl upppöntuð og færri komast að en vilja.
Á Álfhóli dvelur nú Steinunn "systir mín" og svilkona. Við fögnuðum í gærkvöldi fæðingu dótturdóttur hennar númer 6 Sigurveigardóttur. Ófriðurinn hefst svo á mánudag þegar Birgir mágur minn eða "Biggi fjandi" eins og ein lítil frænka hans kallaði hann fyrir þrjátíu árum, kemur suður........ góður ófriður það. Hér er svo mynd af litlu fallegu stúlkunni þeirra
Athugasemdir
sæl Guðrún mín,
Ekki spyr ég að þegar nokkrar Stígamótakellur taka sig til - til hamingju með þennan árangur, spennandi.
Líka til hamingju með þessa gullfallegu og nýju stelpu.
Fjölmiðlafrumvarpið nýja hlýtur að ná yfir svona forhert stelpuskott sem sífellt brasa í þínum miðli svona rétt á meðan þú bregður þér bæjarleið til að messa upp á gamla mátann.
Día netpía
diana (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 12:14
Kæra Guðrún
Frábært að þú sért búina að koma þér upp alvöru bloggi mun kíka reglulega á þig. Og hvetja þig óspart í baráttunni við dætur þínar.
Óska okkur öllum auðvitað til hamingju með nýjan Biggýs meðlim enda veitir okkur ekki af í baráttunni við Tommís. Hún er auðvitað gullfalleg eins og henni ber kyn til.
Kveðja
Snjólaug spilandi þjálfari Biggýs sem og stjórnarformaður með meiru.
snjólaug frænka (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 21:38
Má til með að setja inn setningu frá mínum ektamanni þegar hann sá þig í Kompás áðan; ,,Alltaf er hún Rúna alveg ótrúlega góð þegar hún kemur fram fyrir ykkar hönd". já það er rétt
kv. sú sem ,,fattaði upp á þér" fyrir Stígó (ég meina maður verður nú að reyna að eigna sér eitthvað......).
diana (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.