Yfir til Álfhóls aftur

Katla litla Þórudóttir var á Álfhóli í gærkvöldi og sat við matarborðið með ömmu sinni og afa.   Henni leið ansi vel og skyndilega fór hún að syngja.  Áður var hún búin að læra að dansa og gefa frá sér hljóð þegar víð fórum að syngja, en allt í einu komu þrír greinilegir tónar síðustu þrír tónarnir úr Atti katti nóa.  Amman og afin horfðust í augu og héldu að þeim hefði misheyrst, þegar litla söngkonan endurtók leikinn. Aftur þrír greinilegir tónar!!!!

Trúi þessu hver sem vill, þarf myndband til þess að sýna þetta.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu trúi ég sko alveg, enda Katla krútt á ferð.

En úr því að Katlan er komin svona langt í músíkinni þá velti ég fyrir mér hver ætli að kynna fyrir henni íslenska dægurlaga tónlist t.d. hverjir eru flytjendur og annað í þeim dúr. Er það nokkuð sjálfkraf þannig að amman eigi tilkall til þess tónlistaruppeldis þar sem barnið söng sitt fyrsta lag á Álfhól?

Día áhyggjufull

Díana og Guðrún Edda (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 16:57

2 identicon

Ég deili með þér áhyggjunum Díana, minnug um ,,I want to BE my bicycle" og marga fleiri smelli sem annars ágæt móðir mín hefur haft mætur á gegnum tíðina. -Sem ég reyndar veit ekki hvernig hún komst í tæri við, eigandi aðeins langbylgjuferðaútvarp frá 1962 langt fram á þessa öld...

Ertu annars til í að knúsa Guðrúnu Eddu frá mér?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:24

3 identicon

Já, hann Jóhann Atli frændi hennar Kötlu var einmitt farinn að syngja með framlagi Möltu í júróvisjón 2005, tveggja mánaða gamall... a.m.k. samkvæmt ömmu sinni.

En ég er annars mjög hrifin af þessu framlagi þínu Guðrún! Er og verð hér daglegur gestur!

Kv. Kristín Björk

Kristín B. (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 17:30

4 identicon

En æði, bara komið fólk á síðuna og svona!

Og Díana ég hélt við værum vinkonur!  Ég er með stórt prógram sem Kötlunni finnst mjög skemmtilegt.  Og Kristín Björk, frábært að vera komin í netsamband við þig. Er að fara að hoppa upp í flugvél til Austurlands.  Meira blogg eftir morgundaginn.

þetta er skemmtilegt,

Guðrún (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 09:18

5 identicon

Ó vissiru það ekki Elín? Pétur og Alma eru systkini og mamma er amma þeirra! Ég er því föðursystir þeirra!  

Kristín T (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband