Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 17:14
Leikskólastúlkan mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 16:25
Fljótstunguhlaupið!
Pabbi minn er einn af sjö systkinum frá Fljótstungu í Hvítársíðu. Þar bjuggu afi og amma og líka langamma og langafi seinni hluta æfinnar. Imba föðursystir mín bjó þar megnið af minni æfi ásamt Árna manninum sínum og ég var stundum í sveit hjá henni þegar ég var ekki hjá Rúnu föðursystur minni á Húsafelli. Þegar Imba brá búi, keypti Kristín Þorbjörg Halldórsdóttir frænka mín og Bjarni Johansen maðurinn hennar jörðina. Þau seldu fínt hús í Borgarnesi og ákváðu að hverfa aftur til náttúrunnar og rótanna upp við jökla. Þetta verður seint fullþakkað, því þannig hélst jörðin innan fjölskyldunnar. Stína var elsta barnabarn ömmu og afa og tók það hlutverk alvarlega en með mikilli gleði. Hún dekraði við móðursystkini sín meira en nokkur annar afkomandi og henni var í mun að við nytum þess öll að jörðin væri enn í eign fjölskyldunnar. Við Stína vorum saman í sveit á Húsafelli, bjuggum samtímis í Noregi og heimsóttumst á ýmsa staði. Hún tók alltaf á móti mér af öllu hjarta og var ein af uppáhalds frænkunum mínum. Hún lést fyrir tæpum þremur árum, þá 54 ára. Ég tárast enn þegar ég tala eða skrifa um hana. Eitt af því sem Stína bauð uppá í nokkur ár var Fljótstunguhlaupið.
Það er enn kallað Fljótstunguhlaupið vegna þess að einhverjir úr ættinni (lesist aðallega Margrét blessunin systir mín og örfáir aðrir) stungu upp á að fjölskyldan tæki upp á að hlaupa saman langhlaup, helst tíu kílómetra eða meira. Þessu var tekið með mikilli gleði því allir vildu hittast, þó nær engum dytti í hug að hlaupa nema e.t.v. ef um líf væri að tefla. Til að byrja með var boðið upp á ýmsar íþróttagreinar. Það var skeifukast fyrstu árin. Ég man eftir okkur Hóa frænda þar sem við lágum í heyinu í fjárhúshlöðunni og það var verið að spila Botsja. Hói hafði á orði að þessi íþrótt væri einna áhugaverðust fyrir okkur, við gætum hugsanlega kastað bolta eitthvað út á hlöðugólfið án þess að hafa mikið fyrir því. Sérstaklega ef einhver kæmi svo með boltann aftur til okkar. Ég var sammála, en við höfum þó ekki hafið æfingar enn. Í gær var Fljótstunguhlaupið og nú var búið að leggja af bæði skeifukast og botsja. Margir gengu frá Tungu sem er sumarbústaðurinn hennar Margrétar og upp að Fljótstungu í rólegheitum í góðu veðri. Eins og alltaf var gaman að hittast. Við Tommi fórum með Sóleyju, Kristínu, Garðar, Önnu, Tomma og Kötluna. Sóley naut þess hvað krakkarnir voru ánægðir þegar þau veltust með frændsystkinum sínum niður brekkuna og um túnið og mér varð hugsað til þeirra tveggja kynslóða sem ég man eftir á undan þeim í þessari sömu brekku. Mér fannst gaman að vera þarna með pabba og Palla, Rúnu, Gyðu og Guðrúnu systkinunum frá Fljótstungu. Saknaði þess að Imba kom ekki í þetta skiptið. Þarna vorum við líka systkinabörnin og makar okkar. Börnin okkar, barnabörn og tengdabörn. Á hverju ári þarf að kynna ný börn og ný tengdabörn og ef ekki væri fyrir Fljótstunguhlaupið myndum við e.t.v. ekki þekkjast. Þökk veri Bjarna og krökkunum hennar Stínu, þeim Önnu Björk, Guðrúnu Hörpu, Ragnheiði Lilju og Halldóri Heiðari fyrir að halda þessum samkomum áfram eftir fráfall Stínu. Í gegnum sína myndarlegu krakka lifir hún ennþá. Amma mín og afi eru eilíf í gegnum þennan sæg af fólki sem leikur sér í brekkunni hvert ár.
Skelli hér með myndum frá "Hlaupinu" 2004, gleymdi að taka myndir í ár.
Bloggar | Breytt 28.8.2007 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2007 | 21:52
Hversdagslíf á Hóli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2007 | 20:21
Japanir á Álfhóli
Á Álfhóli voru góðir gestir í gærkvöldi. Það voru þau Yasushi Yoshitomi vísindakennari og handboltaþjálfari, Yoshiko Tauchi sérkennslustjóri, Takeo Ito einhverskonar aðalráðgjafi skólamála og Natuse Arki enskukennari, ásamt þeim Árna fræðslustjóra og Steinunni og Hannesi kennslueitthvað og Maríu konu hans.
Japanirnir voru hér í heimsókn hjá Fræðsluskrifstofu Kópavogs þar sem Tommsinn minn heldur utanum sérkennslumálin. Þau höfðu óskað eftir því að fá að heimsækja íslenskt heimili og Hóllinn varð fyrir valinu. Hér var þeim boðið upp á það besta sem húsráðendur kunna að elda og fram fóru áhugaverðar umræður um menningarmismun og ólíkar áherslur í skólamálum. Í Japan þrífa t.d. nemendur skólana sína og kennararnir hjálpa þeim. Virkar gáfulega. Ég velti fyrir mér hvort dætur mínar hefðu orðið húslegri sem börn ef þær hefðu þrifið svolítið í Digranesskóla, Lommedalen skole og öðrum menntastofununum sem hýstu þær. Það var heiður að fá þessa langförlu gesti í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2007 | 13:38
Dúra er sprelllifandi!
Ég hef velt því lauslega fyrir mér hvað mér finnist um þá nýju samskiptaaðferð sem felst í blogginu. Finnst það hafa ýmsar hliðar, bæði góðar og slæmar. Á Álfhólssíðuna skrifa ég t.d. ekki um viðkvæm eða mjög persónuleg mál og hún var hugsuð fyrst og síðast fyrir fjölskylduna og okkar nánustu vini og mig langaði að leika mér aðeins í þessum heimi. Ég velti fyrir mér að hafa síðuna lokaða, en fannst líka kitlandi að gá hvaða viðbrögð svona blaður fengi og hverjir myndu bregðast við því.
Ólíklegasta fólk hefur sagt mér að það hafi rekist inn á síðuna. Það eru ekki orðnar til neinar samskiptareglur í þessum netheimi og margir fylgjast með skrifum fólks, án þess að gera vart við sig. Það er boðið upp á það með því að kasta út í bláinn svona skrifum og að sjálfsögðu tek ég ábyrgð á því sem ég "birti". Stundum verð ég forvitin og langar að vita hvaða fólk er það eiginlega sem ég leyfi að fylgjast með völdum þáttum í lífi mínu?
Eftir þessar vangaveltur kem ég mér að efninu. Ég skrifaði færslu fyrir stuttu síðan um misheppnað uppeldi á dætrum mínum og endaði svo á að skrifa um hestinn Dúru sem Anna mín fékk lánaða á reiðnámskeiði í sumar. Hún var svo ánægð með námskeiðið og hestinn en grét þegar hún sagði mér að Dúra væri á leið í sláturhús, svo hún hefði þurft að kveðja hana fyrir fullt og allt eftir námskeiðið.
Nema hvað, haldiði ekki að dyggur lesandi Álfhólssíðunnar hún Inga hafi hringt til mín um helgina. Hún hafði líka verið með dætur sínar á reiðnámskeiði á sama stað og önnur dætra hennar hafði einmitt tekið ástfóstri við Dúru. Hún þekkir eigandann og hringdi til þess að spyrja hana um hestinn. Eigandinn kom af fjöllum og sagði að Dúra væri sprelllifandi og yrði á fóðrum á Húsafelli í vetur. Takk fyrir! Anna hefur því ýmsa möguleika á að heimsækja hrossið hjá ættingjum okkar í sveitinni minni. Getiði bara hvað barnið var glatt þegar ég gat leiðrétt þennan misskilning. Nú blogga ég galvösk, eftir þessa jákvæða reynslu af bloggheimum. Meðfylgjandi er mynd af okkur ömmgum ásamt hrossi sem við fundum í einhverjum haga einhvern tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.8.2007 | 10:31
Ekkert í gangi, bara fjölskyldan heima á Hóli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 10:50
Barnið mitt hljóp tíu kílómetra......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 19:42
Ljúfustu vinirnir mínir
Tjara er heimilishundurinn okkar á Stígamótum. Held ég hafi aldri hitt jafn ljúfan og veluppalinn hund. Ótrúlegt hvað hún hefur alltaf góð og mýkjandi áhrif á stemmninguna í húsinu. Verð líklega að viðurkenna að Þórunn samstarfskona mín á heiðurinn af uppeldinu, en við hinar eigum hana dálítið með henni.
Hinn ljúfasti vinurinn minn heitir Katla og er akkúrat núna að borða pasta með afa sínum. Á engan vin sem kúrir jafnoft í hálsakotinu mínu og jafnlengi. Hvað er betri mælikvarði á ljúfkvensku?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 10:24
Búin að fá nýja myndavél!
Er þetta ekki ótrúlegt? Myndirnar eru allar teknar úr sólbaðsstellingu með mismunandi mikilli stækkun. Á eftir að læra á fleiri takka, held ég eigi eftir að taka frábærar myndir á þessa vél. Gamla vélin er til láns ef einhver vill?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)