Japanir á Álfhóli

IMG_0126IMG_0131IMG_0129Á Álfhóli voru góðir gestir í gærkvöldi.  Það voru þau Yasushi Yoshitomi vísindakennari og handboltaþjálfari, Yoshiko Tauchi sérkennslustjóri, Takeo Ito einhverskonar aðalráðgjafi skólamála og Natuse Arki enskukennari, ásamt þeim Árna fræðslustjóra og Steinunni og Hannesi kennslueitthvað og Maríu konu hans.

Japanirnir voru hér í heimsókn hjá Fræðsluskrifstofu Kópavogs þar sem Tommsinn minn heldur utanum sérkennslumálin. Þau höfðu óskað eftir því að fá að heimsækja íslenskt heimili og Hóllinn varð fyrir valinu. Hér var þeim boðið upp á það besta sem húsráðendur kunna að elda og fram fóru áhugaverðar umræður um menningarmismun og ólíkar áherslur í skólamálum.  Í Japan þrífa t.d. nemendur skólana sína og kennararnir hjálpa þeim.  Virkar gáfulega.  Ég velti fyrir mér hvort dætur mínar hefðu orðið húslegri sem börn ef þær hefðu þrifið svolítið í Digranesskóla, Lommedalen skole og öðrum menntastofununum sem hýstu þær.  Það var heiður að fá þessa langförlu gesti í heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ og hó,

get rétt ímyndað mér að Japönunum hafi þótt gott að heimsækja Hólinn eins og öllum sem þangað koma - en þetta eru old news því þegar ég kom við á Hólnum í dag var altalandi yndisfríð písl á svæðinu - væri gaman að fá myndir og fregnir af því fallega ömmuskotti.

Takka Gurðún mín fyrir hjálpin - heyrumst um helgina

kv Día

dia (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband