Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Svona er stemman á Hóli akkúrat núna

IMG_2896Þessi mikilvægi fjölmiðill mun segja litlar fréttir á næstunni þar sem heimilislífið verður í rólegri kanntinum næsta hálfa mánuðinn.  Minni fólk á að sumarið er stutt og það ber að nota eins og hægt er. Lifið heil...................


Hágæðasumarfrí!

IMG_2891IMG_2884IMG_2894Þessa vikuna ætlaði ég að njóta þess að vera heima og gera ekkert.  Ekkertið varð að tveimur boðum út að borða, sumarbústaðaveislum hjá Kristínu systur í Hákoti og hjá Lilju mágkonu í Tungunum ásamt þeim afkomendum mínum sem eru á landinu.  Þórsmerkurferð með foreldrum mínum og Sóleyju systur og kærustuparakvöldi með manni sem ég hafði þá verið með í akkúrat 36 ár. Lesendur mega geta hvernig honum gekk á Íslandsmeistaramóti öldunga. Hann er á meðfylgjandi mynd að segja Rósu mágkonu frá úrslitunum.  Hún er næstum sú eina sem skilur þessa hlið lífs hans.

Börnin heim!

IMG_2876IMG_2877IMG_2872IMG_2870Hvað í heiminum er fallegra en þetta? Nú finnst mér stóru barnabörnin mín vera búin að vera ansi lengi í útlöndum og vil fara að fá þau heim. 

Frá dömufríi á Riverunni.................

IMG_2813IMG_2846Cannes 2007 117IMG_2839IMG_2818


Ekkert blogg í viku.........

Náði nýrri mynd af litla blómálfinum sem er stundum að skjótast hér um garðinn.......og mynd af stelpuskotti að kyssa mömmu sína. Er annars farin til Cannes í Frakklandi með Guðrúnu Narfadóttur vinkonu minni í stelpuferð.........Bless á meðan... 
IMG_2781IMG_2778

Stemmningin á Álfhóli núna

IMG_2779

Aartinn okkar er þrítugur í dag

IMG_2337IMG_2380IMG_2265

Hann Aart tengdasonur minn og kynbætir þessarar fjölskyldu er í dag í Hollandi með dóttur minni og barnabörnum. Gott að vita af honum í hinu landinu sínu með hinni fjölskyldunni sinni á þessum tímamótum.  Hann er frábær tengdasonur, hugulsamur, duglegur, blíður og mikill pabbi.  Hjartanlega til hamingju með daginn Aart okkar.


Lífsmark með mér!

Best að skrifa eina færslu í stíl Dóru vinkonu minnar. Dóra skrifar um baráttu sína við köngulær og blaðbera.  Ég ætla að skrifa um kynjapólitíska baráttu mína við sundlaugastarfsfólk. 

Við Tommi erum búin að færa okkur úr gömlu Kópavogslauginni upp í Salalaug, en ég velti fyrir mér hvort það hafi verið rétt ákvörðun.  Á gamla staðnum var gert ráð fyrir því að a.m.k. 8 konur gætu baðað sig í einu og skáparnir voru a.m.k. 50. Eina klósettið í klefanum var oft bilað, þrátt fyrir að ég léti alltaf vita þegar það virkaði ekki.  Hárþurrkur voru þegar best lét 3 en gátu farið niður í eina.  Á álagstímum ríkti alltaf spenna í lofti yfir því hvort kona næði þurrku áður en hún yrði of sein í vinnunna.  Þá var gott að þekkja Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara. Hún var ekkert að væla, heldur hafði með sér þurrku sem ég naut góðs af. Sigríður er enn í gömlu lauginni, en við Tommi ákváðum að elta betri aðstöðu í nýju lauginni.  Þar eru mun fleiri sturtur og skápar, laugin frábær og Nautilus með fínan sal. - En það er sama þurrkumenning.  Þurrkurnar voru þrjár í byrjun, það hefur verið ein um stund og í morgun var engin!  

Mín fram í afgreiðslu með rennandi blautt hárið og hálfklædd............. Þegar ég spurði um hárþurrku var mér sagt að þær væru ónýtar. Ég bað um að fá að tala við sundlaugarstjórann en hann var ekki við.  Ég bað um skilaboð og var vísað á kvörtunarbókina.  Stúlkan fann til bókina, leit á hana og sagði, nei annars hún er orðin full.  Ég er viss um að hún er full af athugasemdum um þurrkuleysið. Ég bað um hana samt og gat skrifað stutt skilaboð aftan á kápuna.  Hafði skrifað sams konar skilaboð í gömlu lauginni mörgum sinnum.  Finn bara hvernig adrenalínið spýtist um æðarnar þegar mér dettur þessi barátta mín í hug.   Er það ekki merkilegt að á tímum flottrar sundlaugamenningar skuli stjórn sundlauganna í Kópavogi vera í höndum karls sem ekki ber nokkurt skynbragð á, eða ber enga virðingu fyrir þörfum kvenna í sturtuklefunum. Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr


Stemman núna!

IMG_2770IMG_2771Stemman á Hólnum er svona núna.  Blöðin lesin innandyra í fyrsta skipti í langan tíma og ábúendur klárir í leikfimi þriðja morguninn í röð!

Verkefni dagsins!

IMG_2769Minni sjálfa mig á það í vetur, einhvern daginn þegar ég verð búin að hlaða á mig allt of mörgum verkefnum að stundum getur lífið verið einfalt!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband