Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Flutt!

Eftir að ég endurnýjaði sólbekk heimilisins, hef ég flutt út á pall.  Svaf úti í nótt í blíðunni. Mæli með því að teyga að sér hverja mínútu af þessu góða veðri.

Svipmyndir dagsins!

Fengum góða heimsókn gamalla heimalninga á Hólinn í dag. Dúóið Krissan/Gussan mætti með litlu fallegu Heklu, sem er yndisleg 7 vikna stúlka, greindarleg, sterk, falleg og skynug. 

Garðar og Kristín buðu okkur svo á Stokkseyri að skoða lítið hús sem þau höfðu séð auglýst.  Þau voru svo spennt að það lá við að þau tækju sængurnar með.  Á Hellisheiðinni voru þau búin að plana þátttöku í lókalpólitíkinni og voru orðin æst yfir því hversu seint gengi að breikka Suðurlandsveginn. Krissan ætlaði að sækja um vinnu sem fangelsissálfræðingur á Hrauninu. Þau ætluðu að fá sér hund og landnámshænsni og voru langt komin með að skipuleggja garðinn þegar við IMG_2744IMG_2759IMG_2763IMG_2768keyrðum að húsinu.  Húsið reyndist eitthvert versta greini sem við höfum séð, ótrúlegt að það skyldi vera mannabústaður. Enduðum í grillveislu hjá samsettu fjölskyldunni góðu sem var staðsett í sumarbústað.  Katlan mín hafði ekki séð ömmu sína svo lengi að hún neitaði að koma til mín og faldi sig á bakvið Simma. Allt of langur aðskilnaður á milli ammga eftir mínum smekk.


E.t.v. er sumarfríið best heima!

IMG_2736IMG_2737IMG_2738Ég skal alveg viðurkenna að við Tommi vorum hálfsjúskuð þegar við komum heim í gærkvöldi eftir 1400 km ferðalag um Vestfirði í tíu daga.  Við köstuðum okkur upp í okkar eigið rúm, blessuðum gæði þess og sofnuðum um stund. Vöknum kl. 01.00 og vöktum til kl. 03.00, sofnuðum og sváfum til kl tíu, segist og skrifist tíu! Fórum í bæinn, keyptum kjól og sólbekk og fórum í kaffi í Sóltúnið til mömmu og pabba.  Tommi fór í golf og ég skrúfaði saman bekkinn og um kvöldið safnaðist saman á Hólnum mjög mikilvægt fólk í okkar lífi, Lilja og Guðmundur, tvíburarnir og Rósan.  Fyrsti virki dagurinn sem við erum bæði í fríi heima hjá okkur. Alveg sérstök tilfinning.

Vináttan, náttúran, jöklasóleyjar, veðrið...........

IMG_2710IMG_2640IMG_2654IMG_2696IMG_2719IMG_2715IMG_2671IMG_2688Hér koma myndir af jöklasóleyju, myndir  úr Flatey, af Rauðasandsriveruinni, úr Selárdal, Úr Kollsvík, ofan af heiðinni á milli Arnarfjarðar og Tálknafjarðar og af Látrabjargi. 

Eftir göngu á milli Arnarfjarðar og Tálknafjarðar

Lipurtá 6 07 077Hér kemur fyrsta mynd úr Vestfjarðareisunni. Þessi er tekin af hinum glæsilegu lipurmennum í Lipurtá eftir að við höfðum gengið á milli Fífustaðadals í Arnarfirði og yfir í Sellátradal í Tálknafirði í brakandi sól og góðu veðri.  Þessi er tekin af Kallanum okkar Skírnissyni.  Meira þegar ég verð búin að hlaða inn mínum myndum.  Enn ein perlan í minningarsjóð Lipurtáar sem samanstendur af vinahópi í meira en þrjátíu ár.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband