Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hjartagull

Anna og 3 kettl.IMG_0109IMG_2492

Hér með sendi ég út um víða veröld myndir af stúlku sem ég elska af öllu hjarta og sem ætlar að búa til eftirrétt á Álfhóli annað kvöld.  Þá verður mamma hennar 33 ára og þá verður Eurovision og þá verður kosningavaka og Annan ætlar að vera hjá ömmu og afa.  Hún er ekki búin að ákveða hvort það verður súkkulaðibúðingur, eða hindberjahlaup, eða eitthvað allt annað. Hún ræður.


Fyrir fagurkera þessa lands

IMG_2472IMG_2469IMG_2473

 Lítil stúlka sem hefur gaman af að leika í kattalúgunni og elskar spagetti!


Nafnarnir

IMG_2459IMG_2457IMG_2458

Smáinnlegg í raunveruleikafjölmiðilinn Álfhól:

Akkúrat núna eru Tommarnir mínir úti í garði í golfi og búnir að vera þar í tvo tíma.  Gamli þjálfarinn dekrar drenginn eins og dætur sínar í gamla daga.  Hann stillir upp hverri kúlu og segir honum til í hverju höggi.  Í fyrra sagði afinn að drengurinn hitti nánast í hverju höggi.  Þá var Tommsinn bara þriggja. Núna er ég farin að óttast að hann meiði fólk úti á gangstétt, eða skemmi bíl, slíkur er  höggkrafturinn.  Held að maðurinn minn hafi sjaldan haft áhugasamari nemanda.


Nú er sumar

Þegar ég bjó í Noregi, þróaðist sá siður hjá mér að hætta að ganga í sokkum þann 1. maí og taka þá svo fram í sept.  Á Íslandi hef ég miðað táslutímabilið við 1. júní. 

Nú nennti ég ekki að bíða lengur eftir sumri og fór í kvartbuxum og á töflum í vinnuna. Er búin að vera skjálfandi úr kulda í dag. Sakna Noregs.


Maður dagsins er Snorri Másson!

IMG_2443IMG_2444IMG_2447

Hann Snolli minn er tíu ára í dag.  Ég held að ég hafi ekki haft meira að segja af  nokkrum öðrum krakka utan eigin afkomenda.   Hann var svo mikið hjá mér þegar mamma hans var að skrifa doktorsritgerðina sína og allaf hafði ég jafn mikla ánægju af því að hafa hann. 

Mér finnst hann alveg ótrúlega skemmtilegur, duglegur og klár krakki.  Ég hef minni áhyggjur af honum en flestum öðrum, því hann er svo duglegur að bjarga sér.  Svo hefur hann nokkuð sem er sjalgæft í kringum mig, ég held að hann sé upprennandi viðskiptajöfur.  Nú er hann þar staddur í lífinu að gamlar móðursystur eru ekki inni í hans daglega lífi.  En ég á mikið í honum og læt það ekkert af hendi. Til hamingju með daginn Snorri minn og takk fyrir góða afmælisveislu.


Samkomuhúsið á Álfhóli stendur undir nafni

IMG_2393IMG_2400IMG_2432IMG_2416IMG_2437_edited

 Í gær blandaði ég saman einkalífinu mínu og vinnunni. Stígamót hafa þrisvar frestað árshátíð vegna anna og áreitis. Alltaf hefur baráttan gengið fyrir skemmtun starfskvenna og erfitt hefur verið fyrir þennan harðgerða hóp að skemmta sér afslappað á opinberum stöðum.   En í gær var heldur betur úr bætt.  Skemmtinefnd fundaði stíft í lokuðum herbergjum og matarnefndin hóf störf kl. 9 í gærmorgun til þess að tryggja að maturinn yrði óaðfinnanlegur.  Starfsliðið var dekrað á allan máta. 

Boðið var upp á fordrykk og 6 rétta matseðil. Eldsteikt ostafyllt paprikka, sítrónuhleyptur hörpudiskur með fersku chilli og kóreander, grillað lambafille með ostasósu, og þar á eftir sítrónusorbet til þess að hreinsa bragðlaukana.  Aðalrétturinn var humar með salvíusósu og fersku pasta ásamt salati og að lokum var boðið upp á súkkulaðisouflé að hætti Teddýjar.  Skemmtinefndin færði öllum persónulegar svuntur með passandi áletrunum, ásamt snyrtivörum og öðrum huggulegheitum.   Síðan voru leikir og tónlist að hætti Stígamóta.  Gott kvöld.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband