17.3.2009 | 10:17
Lítil stúlka fór til læknis í gær
Katlan mín var með snert af blöðrubólgu í gær og mamma hennar kom að sækja hana á Hólinn og tók hjá henni þvagsýni og sagði henni að þær þyrftu að skreppa til læknisins. "Þá ætla ég að fara að gráta" sagði litla stelpan mín, sjálfri sér samkvæm.
Þegar mamma hennar bauð upp að þær myndu bara velja sér góðan lækni, var hún tilbúin að endurskoða ákvörðun sína. Ég undrast endalaust yfir því hvað ég er ánægð með hana. Held alltaf að hún sé á skemmilegasta aldrinum - að hún hljóti bráðum að fara að versna, en það bara gerist ekki og það sama á við um hina ormana mína.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.