Hvað er málið? Eruði ekkert forvitin??

Núna þegar  ég er búin að  setja inn mynd af nýjasta  afkomenda mínum, sem  er enn í framleiðslu, finnst mér fréttin vera að verða raunveruleg.  Þegar mér var sagt að  vinnuheiti á barninu væri Guðrún varð ég himinlifandi og mig dreymir  um  að það sé stúlka.  Leyfði mér  í dag að kaupa undurfallegan handbróderaðan kjól með vöfflusaumi handa Nöfnu minni hugsanlegri. 

Verð reyndar í vandræðum með að verða  vonsvikin yfir dreng. Er  með eina drenginn minn hjá mér núna.  Mér finnst hann svo dásamlegur að ég kikna í hnjánum  þegar  ég horfi á hann.  Hann var  búinn að  semja  við foreldra sína um að sofa  í sínu rúmi í 5 nætur og þá  átti hann að  fá að kaupa dót sem hann  dreymdi um.  Í dag er hann búinn að afplána 4 nætur í  sínu rúmi.  Svo þegar  í ljós kom að  hann  ætti að gista á Hóli í nótt, tókst honum  að  herja út dótið í dag.   Í nótt kemur foreldrum hans  ekkert við í hvaða rúmi hann sefur, hann mun því bara  sofa  á  sínum venjulega stað - á milli ömmu og  afa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stórglæsilegt vinnuheiti og verður eflaust stórglæsilegt barn líka (eins og það á kyn til), hvort sem það verður stelpa eða strákur!

Hvað varðar kjólinn sem þú keyptir þá eiga eflaust eftir að fæðast fleiri börn ef þetta verður strákur.  Guðný Björkin mín fékk til dæmis tvo kjóla í vöggugjöf sem keyptir og prjónaðir voru á hann Snolla í móðurkviði. ;)

Kristín Björk (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Álfhóll

Takk fyrir  þetta Kristín Björk mín, gott að fá hlutlaust mat  á hið góða kyn.  Ein vinkona mín sagði réttilega þegar  ég sagði henni að ekki væri vitað hvers kyns barnið er "Hver segir að strákur geti ekki heitið Guðrún?" Við það er aðeins hægt að bæta "Og hver segir að strákar geti ekki verið í fallegum kjól?"

Álfhóll, 15.3.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband