7.11.2008 | 12:33
Öfgana á milli
Heima á Íslandi virđist vera yfirvofandi alvarlegri fjármálakreppa en ég rćđ viđ ađ skilja. Sjálf er ég akkúrat núna í heimsókn hjá einni af ríkustu konum Bandaríkjanna. Ţessi kona hefur fjármagnađ mansalssjóđ Equality now! og bauđ til sín stjórninni og okkur tíu fulltrúum samtakanna sem hlotiđ hafa viđurkenningar sjóđsins. Hér eru konur frá Indlandi, Perú, Zambíu, Lettlandi, Brasilíu, Kenýa og hún Guđrún litla frá Kóngsbakka. Svo eru hér ţekktir rithöfundar og kvikmyndagerđarkona ásamt Gloríu Steinem. Gloría kom á eftir okkur vegna ţess ađ hún kom fram ţennan dag í Ophera ţćttinum vegna kosninganna. Hálfóraunverulegt allt saman.
Viđ höldum til heima hjá Bonnie og Jamie sambýliskonu hennar á sveitasetri sem ég á engin orđ til ţess ađ lýsa. Ţćr stöllurnar reka Spa sem okkur var bođiđ í og ég ţarf stöđugt ađ passa ađ missa ekki hökuna niđur í bringu. Einhverra hluta vegna get ég ekki sett inn myndir.
Hér var haldin sérstök sýning á kvikmyndinni Trade sem Equality now! tók ţátt í ađ framleiđa. Um 300 -400 konur mćttu á sýninguna og á eftir voru spurningar og svör sem Gloria stjórnađi. Í pallborđi sátum viđ ţrjár konur og vorum spurđar spjörunum úr utan úr sal. Mín bara róleg og gekk held ég ágćtlega.
Allar héldum viđ erindi um ástandiđ í eigin löndum og ţađ var m.a. skrifuđ ályktun um athyglisverđa leiđ íslenskra stjórnvalda gegn klámiđnađi. Leiđina sem felst í ađ loka búđunum međ konur, nefnilega klámstöđunum. Skorađ var á ísl. stjórnvöld ađ klára verkiđ og afnema undanţáguákvćđiđ.
Ég kom til NY á kosningakvöldiđ og hitti svo stöllur mínar snemma daginn eftir. Ţćr voru almennt ćpandi af ánćgju međ úrslitin og ósofnar eftir kosningavökur. Allar rćddu ţćr um ađ sigurinn vćri mun stćrri en sem nemur ţessum kosningum. Ţetta vćri sigur grasrótarinnar og mannréttindahreyfinga. Taina sem er svört sagđist vel muna eftir ţví ţegar hundum var sigađ á svart fólk í hennar heimaríki og sagđist ekki hafa trúađ ţví ađ hún myndi upplifa slíka uppreisn ćru. Ţađ er augljóslega mikilvćgara hvađa kynţćtti kona er af en ađ vera kona.
Legg af stađ heim í dag í kćfuna og grjónagrautinn og hlakka bara til ađ hitta fólkiđ mitt og komast á landiđ mitt sem er svoddan ógöngum.
Athugasemdir
Ja hérna - rosalega er ég spennt ađ heyra ferđasöguna.
Halldóra Halldórsdóttir, 7.11.2008 kl. 14:24
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.