Stolt af Ástu vinkonu minni í Íslandi í dag

1974 brúðkaup Guðrún og Tommi (16) Ásta Gunnars og Guðrún copyVið Ásta vorum saman í bekk og sátum saman frá  því  við vorum 11 ára og þar til við urðum stúdentar. Við höfum velkst í gegnum lífið saman og á milli okkar er leyniþráður.  Við höfum alltaf haldið sambandi og  það er í okkur  innbyggð klukka sem hringir þegar eitthvað er  að hjá  hinni og þegar svo önnur hringir, segir hin  gjarnan, skrýtið,  ég var  að  fara  að hringja. 

Ásta hefur háð  hetjulega baráttu við djöfullegt þunglyndi og haft betur. Hún er nú orðin svo sterk að hún  er farin að nýta  reynslu sína til þess að hvetja aðra í  svipuðum sporum og stappa í þau stálinu.  Í gær kom hún fram í Íslandi í dag og stóð sig eins og alltaf  eins og hetja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Sá hana einmitt og dáðist að henni og hennar styrk

Dísa Dóra, 4.11.2008 kl. 22:13

2 identicon

Jahhá. Hún Ásta er sko aldeilis kona til að vera stolt af. Það er ég. Ótrúlega sterk og frábær!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 14:20

3 identicon

Ég er líka ÓTRÚLEGA stolt af henni!! Sterk ofurkona!

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband