5.4.2008 | 20:44
Afríkublómið mitt
Þetta er einmitt dagurinn til þess að skrifa um afríkublómið mitt sem er á leið upp úr þakinu. Við hliðina er mynd af því frá því í maí í fyrra. Spurning hvort það muni blómstra? Rósa mágkona mín keypti fræ í S-Afríku og segir að þetta sé fallegasta blóm í heimi. Í dag skipti ég á blómunum mínum. Það er komið vor og mér líður alltaf jafn vel þegar ég er búin með þetta uppáhalds vorverk.
Athugasemdir
Vá, hvað þessi mynd minnir mig á að það sé að koma VOR! Mér finnst það æðislegt...sumarið er gjöf sem ég fæ fyrir gráðuna mína sem ég er á kafi í að vinna..dreymir kenningar og texta á nóttunni. Vonandi gekk allt vel fyrir austan í snjónum. Föstudagskonurnar mættu í sínu fínasta pússi og tóku nokkrar sveiflur að vanda..Ræll og Polka..er alveg dýrlegt að sveifla þessari konu!!!:) Verðum að fara að senda Ungfrúnni kveðju í morgunþættinum okkar..hmm! Eigðu góða helgi með fjölskyldunni þinni:) Kveðja frá Holtsgötunni
Björg (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:36
Hjartans þakkir fyrir góðar kveðjur Björg mín. Efast ekki um að þið hafið hagað ykkur á föstudag eins og venjulega á meðan við í Austfjarðadeildinni messuðum yfir Austfirðingum og skoðuðum yndislega hreindýrahjörð á Fagradal. Farðu nú að klára ritverkið svo þið Holtsgötukonur getið farið að njóta vorsins. Gangi þér sem allra best. GJ
Álfhóll, 6.4.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.