21.2.2008 | 17:13
Hvað er skemmtilegast í New York??
Alþjóðasamfélag kvennahreyfingarinnar ætlar að leggja undir sig New York næstu tvær vikur í tengslum við kvennanefndarfund hjá Sameinuðu þjóðunum. Starfshópur Stígamóta ætlar að leggja niður hefðbundin störf í viku og taka þátt í ævintýrinu með góðri samvisku. Það er hægt vegna viðurkenningar Equality Now! sem fól í sér fjárstuðning sem nota á til þess að næra hópinn. Akkúrat núna sit ég yfir erindi sem ég ætla að flytja um starfið okkar og einhvern veginn verð ég ekki búin, það er alltaf hægt að breyta og bæta. Nú er ég t.d. að flýja sjálfa mig með því að blogga frekar en að klára vinnuna mína. Ég hef verið svo lánsöm að vera í íslensku sendinefndinni sl. þrjú ár og nú er að renna upp síðasti fundurinn sem Ísland á aðild að.
Skelli inn svipmyndum frá árinu 2005. Þarna má sá Ragnhild Hennum vinkonu mína frá Noregi og aðra kunningjakonu, okkur Birnu hjá Unifem að representera landið okkar og dásamlega kvöldstund með konum víðs vegar að úr heiminum sem hittust í boði Coalition against Trafficking in Women.
En á Stígó erum við vanar að "nota ferðina". Þess vegna ætlum við líka að skoða söfn og versla og fara í Metropolitan og borða á skemmtilegum veitingastöðum og e.t.v. fá okkur einn "Manhattan" eða tvo og svona. En við þurfum að vera vel upplýstar um það markverðasta í borginni og því spyr ég hvaða veitingastaðir eru skemmtilegastir, hvað sýningar eru bestar, hvaða leyndu gimsteina hefur borgin uppá að bjóða sem við vitum ekki um???? Við höfum heyrt af blindraveitingahúsi sem við finnum ekki, er það til annars staðar en í Berlín? Við höfum heyrt af Café Click og bakaríi sem er rekið af fyrrum föngum, við viljum vita af fleiru óvenjulegu og skemmtilegu þannig að við getum virkilega notið þessarar breath-taking borgar og koma svo eins og dætur mínar segja.
Athugasemdir
Aldrei til New Yorkar komið - en það gleður mig að þú sért að fara og ég vona að þú fáir svör hérna!
Edda Agnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:19
,,erindið mitt ekki tilbúið"......hef heyrt þetta áður Guðrún mín ....
enda er hefð fyrir því hjá okkur (þó aðallega þér) að súpererindin fæðist svona rétt tímalega fyrir flutning... ekki satt, efast ekki um að slíkt endurtaki sig núna.
mikið verður þetta gaman hjá ykkur....
því miður ekkert á mér að græða varðandi NY ... hef bara 1x eytt leiðinlegum tíma á flugvellinum þar.
bestu kveðjur
día (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:06
Ég mæli með að þið kíkið í Magnolia Bakery. Þar fáið þið girnilegustu kökur veraldar :-) http://www.magnoliacupcakes.com/
Góða ferð!
Lára ókunnug (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:44
Ég sé ykkur fyrir mér skella ykkur í Sex in the City bæjarferð. Þá er einmitt farið í Magnolia Bakery, drukkinn Cosmpolitan og ýmislegt annað skemmtilegt. Góða skemmtun elsku Guðrún, Margrét
systir þín (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:51
Sjáumst í Eplinu á þriðjudag. Hlakka til að heyra erindið þitt og eyða spennandi dögum í hringiðunni :)
Thelma Ásdísardóttir, 21.2.2008 kl. 23:30
Vá hvað mig langar að fara með......ég gæti bullað og tekið ykkur í sightseeing, þótt ég viti ekkert um NY....lofa góðum tíma samt..Ekki gleyma að fara á CATS söngleikinn fyrir mig!!!!
Garún, 22.2.2008 kl. 00:31
Hjartans þakkir fyrir ábendingarnar. Okkur vinkonum þínum þætti ekki leiðinlegt að skoða NY undir þinni leiðsögn Garún mín og ég mun gera það sem ég get til þess að birta hér myndir úr Magnolia Bakery þegar ég kem aftur. Girnilegar kökur eru e.t.v. ekki það sem við þurfum helst á að halda á Stígó, en við neyðumst til að smakka eftir þessar lýsingar.
Álfhóll, 22.2.2008 kl. 12:36
Við HF ætlum að sjá Spamelot - söngleik byggðan á Monty Python húmor. Svo ætla sumar okkar að taka menninguna verulega með trompi hef ég heyrt og ætla í óperuna í paljéttum.
Halldóra Halldórsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:19
Spice Market heitir veitingastaður niðri við 14 stræti, í The meatpacking District þar sem er geðveikur matur. Fariði þangað....mæli með öllu á matseðlinum.
Brynja Björk (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.