Afi farðu í belti!

IMG_0976IMG_0977IMG_0970Við vorum að flýta okkur í gærmorgun.  Afinn kom Kötlunni sinni fyrir í bílstól, kom dóti fyrir í bílnum og keyrði af stað.  Þá heyrðist blíðlega úr aftursætinu; Afi farðu í belti! 

Afinn hafði gleymt að fara í bílbelti.  Við vissum ekki einu sinni að hún hefði tekið eftir því að fólk færi í bílbelti.  Og ef einhver skildi ekki vita það, þá minni ég á að barnabarnið mitt er eins árs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katla snillingur er löngu búin að vera í umferðaskólanum hjá mér - hún hefur bara gleymt að segja ykkur það enda getur hún ekki endalaust verið að telja upp allan sinn reynsluheim 1árs skottan.

knús.... annað frú mín góð ertu ekki á leið í Ameríkuna í þessari viku? 

kv .Día og Guðrún Edda 

dia (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Álfhóll

Um næstu helgi. kv. gj

Álfhóll, 18.2.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Í hvaða skóla er hún?

Þetta er svona undrabarn - ertu búin að panta sviðið í Austurbæjarbíói?

Ég kem  - kannski með mína skottu (sem er líka 1 árs) sem ég er farin að bera saman við þína!

Edda Agnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband