16.10.2007 | 13:25
Verðum við þá brún?
Hann Tommsi minn, þessi sem tekur bakföll af hlátri er dálítið að velta fyrir sér hlutunum.
Hann spurði mömmu sína um daginn: "mamma ef við verðum einhvern tíma fátæk, verðum við þá brún?"
Um daginn heyrði ég hann segja við Önnu systur sína; "Anna þegar við erum orðnir englar, eigum við þá að prófa að hoppa á skýjunum?"
Athugasemdir
Yndisleg þessi börn og þeirra sýn á heiminum
Dísa Dóra, 16.10.2007 kl. 13:34
Bara að nota tækifærið fyrst ég er búin að stela aðgangsorðinu hans frænda míns (því maður stelur jú ekki frá eiginmanni sínum - það er mjög, mjög ljótt), og kasta kveðju á þig kæra frænka mín. Er að spá í hvort Tommsi sé hugsanlega sætasti frændi sem ég á?
Erlendur Pálsson, 16.10.2007 kl. 21:40
Bara til að fyrirbyggja misskilning, þá var það ekki frændi okkar hann Erlendur sem á athugasemdina hér að ofan, heldur frænka þín og Erlendar... Gleymdi að skrifa undir, sko :-/
Knús, Guðrún Harpa
Erlendur Pálsson, 16.10.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.