13.10.2007 | 12:52
Ættarhöfðinginn í bænum.............
Bigginn er í bænum. Ég held að karlinn sé að eldast. Nú gengur hann um með þéttskrifaðar stundaskrár til þess að reyna að hafa yfirsýn yfir það sem hann ætlar að gera. Hann á orðið 13 barnabörn sem hann reynir að sinna þegar hann kemur . Hann hugsar um Bettýju systur sína og Hödda bróður sinn, Hjöddu frænku og heimsækir aragrúa af öðrum vinum og vandamönnum og svo er hann á útskurðarnámskeiði og ég held einhverju fleiru líka.......
Núna í þessum töluðum orðum eru þeir bræður í badminton með Hring.......aldrei neitt droll á Bigga.....uppáhaldsgestur á mínum bæ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.