Hversdagslíf á Hóli

IMG_0148IMG_0145IMG_0139Á þessum myndum má sjá móður mína dóttur hennar, dótturdóttur og dótturdótturdóttur.  Í dag lékum við okkur kerlur af fjórum  ættliðum. Aðalskemmtiatriðið var yngsti afkomandi minn sem er hjá ömmu sinni og afa fram á þriðjudag á meðan mamma hennar myndar fótboltakonur í Slóvakíu.  Barninu fer svo rosalega fram í máltöku að það er unun að fylgjast með henni. Mamma hennar hringdi tvisvar í dag að spyrja um hana og ég mundi ekki öll orðin og orðasamböndin sem hún hafði lært á milli símtala.  Góður dagur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu gjöra svo vel að taka þessa mynd af mér út af síðunni ekki seinna en STRAX! Ég hugsaði það þegar þú tókst myndina að þú myndir POTTÞÉTT velja þess út. Mig er farið að gruna að þú viljir að fólk haldi að þú eigir LJÓTAR dætur.

Verð að segja að ég hef nú séð fallegri myndir af Brynju og ömmu líka. Ég sem hélt að þetta myndi lagast með nýrri myndavél. Jesús minn, þegar ég skoða myndirnar betur á ég eiginlega ekki til orð yfir það hvernig þér tókst að taka svona ljótar myndir af okkur.

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: Álfhóll

Kristín það þarf idiot til þess að sjá ekki hina geislandi innri fegurð á þessum konum sem standa mér svo nærri.  Það er það sem telur.  Eitthvað ertu farin að nálgast feguðarsamkeppnir í hugmyndafræði þinni dóttir góð. 

Móðir þín

Álfhóll, 26.8.2007 kl. 09:31

3 identicon

Guðrún mín,

Kristín getur ekkert gert af því þó hún sé geislandi fögur að innan sem utan - og getur því tekið þátt í hvaða keppni sem er ef því er að skipta.....

En verð því miður að vera sammála dóttur þinni þ.e. þeirri Kristínu sem ég þekki (ekki þessari á myndinni) - ég hélt líka að þetta myndi lagast með nýrri myndavél - spurning um að við sem stöndum þér næst sláum saman í ný gleraugu, tökum af þér myndavélina eða ráðum hirðljósmyndara við Álfhól.

bestu kveðjur

dia (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 11:17

4 identicon

Gunna mín

Ég sting upp á að þú farir að leggja lag þitt við fólk sem er ekki alltaf að gagnrýna þig og setja út á það sem þú gerir. Gömlum vinkonum þykir þú frábær og vilja hafa þig eins og þú ert og að þú gerir nákvæmlega það sem þú ert að gera eins og þú gerir það. Ég vil að þú farir að gefa þessum vanþakklátu nöldurseggjum frí og við förum að gera eitthvað skemmtilegt saman, Lipurtærnar.

Sigrún

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Álfhóll

Elsku Sigrún mín, sammála því að við þurfum að fara að finna okkur tíma, áður en haustfundir og ferðir taka yfir.  Takk fyrir að verja mig alltaf og alls staðar, hvort sem það þarf eða þarf ekki.  Veit þó að Díana mín vill mér ætíð vel og ég veit að hún álítur að ég eigi a.m.k. einn eða tvo kosti með lélegum myndatökum..........Dætur mínar eru hins vegar ekki vel upp aldar eins og sjá má.....svo þú mátt gjarnan hjálpa mér að bæta úr.........Sjáumst

Álfhóll, 27.8.2007 kl. 09:31

6 Smámynd: Garún

Mér finnst Kristín ákaflega flott á þessari mynd, hef reyndar bara séð myndir af henni þar sem hún liggur eða er að gretta sig með sólina í augunum og jú eitthvað rámar mig í mynd af henni líka sveittri nýbúin að hlaupa.   En ég held með ykkur.  Kristín þú ert bara glæsileg.

Garún, 27.8.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband