21.6.2007 | 08:33
Ánægjuleg gjöf!
Ég hef í vissum kringumstæðum valkvíða á háu stigi. Ég á mjög erfitt með að finna gjafir handa fólki. Veit ekki hvað það er, dettur aldrei neitt sniðugt í hug, eins og mig langar oft að gleðja.
Sumt fólk hefur sansinn fyrir gjöfum og er duglegt að gleðja aðra og gerir það án formlegs tilefnis. Í gær kom Garðar tengdasonur minn færandi hendi. Hann kom með þessa tvo fallegu potta fulla af dásamlegum kryddjurtum frá Guðbjörgu mömmu sinni. Ofboðslega skemmtileg gjöf. Hjartans þakkir Guðbjörg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.