7.6.2007 | 16:52
Eldklár stelpa
Ömmur mega monta sig eins og þær vilja af barnabörnum sínum. Hjartagullið mitt hringdi til mín áðan, var að fá einkunnirnar sínar og fékk A í öllu. Mamma hennar segir að hún hafi fengið frábærar umsagnir líka í öllum fögum og frá öllum kennurum. Á eftir að ylja mér við að skoða þær.
Það má ýmislegt segja um einkunnir og stimpla á fólki, en þegar stimplarnir stemma við mitt mat og tilfinningu, finnast mér þeir sanngjarnir og góðir. Annsan er einmitt núna stödd í dótabúð með Þóru að kaupa verðlaunadót.
Athugasemdir
Hjartagullið fór með bróður sínum að gista í Smáralind áðan. Verður stöðug skemmtidagskrá þar í sólarhring... Krakkinn er náttúrulega svo klár og flottur að það er með ólíkindum!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:31
Sóley, Hjartagullið okkar er ekki að fara að gista í Smáralind, heldur í Kórsölum með Þóru sinni og Kötlu. Dálítið annað. Móðir þín og amma Önnu.
Álfhóll, 8.6.2007 kl. 09:00
Það má nú vart á milli sjá...
Hjartagullið er flottust. Ég fór með henni að ná í vitnisburðinn í Melaskóla. Hún leit á spjalldið, brosti útí annað og sagði hálf hissa "þetta er bara alveg eins og í fyrra..."
Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:18
Guðrún, ég datt inn á síðuna þína nýlega í gegnum eitthvert Moggabloggið, líklega Sóleyjar þinnar. Vil bara segja þér að ég er þér svo sammála, ömmur mega monta sig endalaust af englunum sínum. Þú ert býsna rík, ég er búin að lesa út úr þessu að þú átt þrjú svona gull. Sjálf á ég bara eitt ennþá, 3ja ára engil og glókoll. Eins og þú skilur manna best er hann fallegri, klárari og blíðari en gengur og gerist! Alger moli. Þetta er eitt það besta sem á fjörur mínar hefur rekið. Mér heyrist félagi Ásta vera dottin í hlutverkið líka.
Gaman að sjá Þig hér, kíki á þig annað veifið!
Kveðja,
Svala
Svala Guðjóns (úr fortíðinni) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 21:51
Til hamingju með Hjartagullið, lætur það hljóma afskaplega vel að verða amma, þannig að ég bara hlakka til þegar að því kemur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.6.2007 kl. 00:22
Gaman að fá svona kveðjur frá nýju og ekki síður gömlu samferðafólki. Takk fyrir að gera vart við þig Svala. Kemur ekkert voðalega á óvart að við séum sammála.
Bestu kv
Álfhóll, 9.6.2007 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.