4.6.2007 | 20:06
Heillað barn
Svona er kvöldstemmningin á Hólnum akkúrat núna. Á meðan mamman er í Portúgal hefur Katlan verið mæðruð af móðursystrum sínum, afa og loksins ömmu sinni. Á morgun kemur alvöru mamman sem er líklega frekar spennt að sjá hana. En það hefur ekki væst um hana og í kvöld höfum við lesið um hann Helga sem fer að skoða heiminn. Uppáhalds blaðsíðan hennar og líka Önnu á sínum tíma er þegar hann fer að heiman og við vinkum eins og við lifandi getum og segjum "Bless Helgi minn". Komin með ofnæmi fyrir þeirri síðu.
Athugasemdir
Öll heimili þurfa að eiga Helga. Katla saknaði hans mikið þegar hún svaf á Ljósvöllum, enda ekkert eftir þar nema hollenskar ævintýrabækur fyrir smábörn. Horfðum á Stubbana í staðinn. Þá uppgötvaði ég að ofnæmið sem ég ávann mér fyrir fígúrunum á sínum tíma er enn til staðar. Hvernig halda margrabarnamæður eiginlega geðheilsu?
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:28
Það er ekki að spyrja að fyrirmyndar bókmenntar uppeldi á Álfhól.
Ekki amarlegt að vera í sporum Kötlu með allt nóg af mæðrum og ömmum.
Kannast við það.
Árni Birgisson, 4.6.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.