Heillað barn

IMG_2557IMG_2558IMG_2553IMG_2559

Svona er kvöldstemmningin á Hólnum akkúrat núna. Á meðan mamman er í Portúgal hefur Katlan verið mæðruð af móðursystrum sínum, afa og loksins ömmu sinni.  Á morgun kemur alvöru mamman sem er líklega frekar spennt að sjá hana. En það hefur ekki væst um hana og í kvöld höfum við lesið um hann Helga sem fer að skoða heiminn. Uppáhalds blaðsíðan hennar og  líka Önnu á sínum tíma er þegar hann fer að heiman og við vinkum eins og við lifandi getum og segjum "Bless Helgi minn". Komin með ofnæmi fyrir þeirri síðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll heimili þurfa að eiga Helga. Katla saknaði hans mikið þegar hún svaf á Ljósvöllum, enda ekkert eftir þar nema hollenskar ævintýrabækur fyrir smábörn. Horfðum á Stubbana í staðinn. Þá uppgötvaði ég að ofnæmið sem ég ávann mér fyrir fígúrunum á sínum tíma er enn til staðar. Hvernig halda margrabarnamæður eiginlega geðheilsu?

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Árni Birgisson

Það er ekki að spyrja að fyrirmyndar bókmenntar uppeldi á Álfhól.

Ekki amarlegt að vera í sporum Kötlu með allt nóg af mæðrum og ömmum.

Kannast við það.

Árni Birgisson, 4.6.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband