29.4.2007 | 17:16
Samkvæmisljónin á Álfhóli
Samkvæmislíf okkar Álfhólshjónanna er misfjörugt, en þessa dagana er brjálað að gera hjá okkur. Tommi á 25 ára íþróttakennaraafmæli og í tilefni af því fórum við austur í sveitir með ansi öflugum hópi íþróttakennara sem nær allir eru að gera eitthvað annað en að kenna íþróttir. Samkvæmið hófst um hádegi í gær á Forsæti og gist var á hótel Rangá í nótt. Skemmtidagskráin var samfelld í 12 tíma, með ratleik, miklum matarveislum, glaumi og gleði.
Í dag á húsbóndinn á Álfhóli 55 ára afmæli og börnin okkar, tengdabörn og barnabörn færðu sjálfum sér þess vegna fíneríis kaffivél að gjöf sem staðsett verður á Hóli. Vélin er arftaki Ufesunnar sem var einhver mesta græja sem komið hafði á heimilið, en var hent fyrir nokkrum árum vegna notkunarleysis.
Á morgun verður árshátíð vinnunnar minnar staðsett á heimilinu og stendur mikið til. Ég fór og keypti nýjan dúk í tilefni af því, líklegast fimmtugasta dúkinn minn, ég elska dúka.
Athugasemdir
Afmæliskveðja til húsbóndans á Álfhóli
kv Día og co
diana (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 18:20
Takki takk, skila því. gj
Álfhóll, 29.4.2007 kl. 18:43
Það mætti nú alveg segja frá því hvernig frumburðir tveggja kynslóða Álfhólsfjölskyldunnar mættu á Hólinn. -Og þaðan í Laugardalslaugina. -Og svo úr Laugardalslauginni á Ljósvelli...
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 20:29
Ertu til í að birta alltaf þessa mynd af mér við trampólínið þegar þú ætlar að skrifa eitthvað um mig?
Kristín T (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.