15.4.2007 | 22:27
Þau lipru í gönguferð
Fórum í gönguferð með vinunum okkar góðu úr líffræðinni og að venju klikkuðum við ekki á matarveislunni eftir göngutúrinn. Í þetta skipti var það Guðrún Narfa sem eldaði handa okkur dýrindis mat. Alltaf jafn endurnærandi og ljúfar stundir sem við eigum í þessum hópi.
Athugasemdir
Fyndið að sjá gamalt nafn úr fortíðinni, Guðrúnu Narfa, og þegar ég smellti á myndina sá ég strax að hún hefur bara ekkert breyst. Bið að heilsa henni, ef þú manst. Mamma hennar var vel virk í framboði Guðrúnar Agnars, en síðan hef ég lítið hitt af fjölskyldunni, Narfi var reyndar skólabróðir Ólafs fóstra míns, og kenndi mér að hnýta tyrkneskan pokahnút með lykkju.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.4.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.