Pínleg atvik

Þegar ég rifja upp skemmtilegar minningar úr baráttunni, eru það oft mistökin og misheppnaðar aðgerðir sem eru hvað fyndnastar.  Oftast þykja mér  þessi atvik þó ekki fyndin fyrr en tiltölulega  löngu síðar. 

Ef við erum leiðar eða óupplagðar á Stígó, rifjar einhver upp hallærisaðstæður eins og þegar við héldum haustfundinn fræga og velauglýsta. Raðað var upp fundarborði og stólum og við fórum samviskusamlega í gegnum alla dagskrána með Dóru sem fundarstjóra, Díönu sem ritara og Björg sýndi hörmulega boli sem átti að selja.   Ég þrumaði erindi yfir gestunum og framkvæmdaáætlun og pólitískar áherslur voru bornar fram til  samþykkis.   Á fundinn mættu tvær konur. 

Í dag keyrði ég 40 kílómetra til þess að halda erindi.  Á fundinn mætti sú sem setti fundinn, fundarstýra, formaður undirbúningsnefndar, við fjögur sem fluttum erindi - þar af karlinn of seint -og tvær konur.  Öll lékum við hlutverkin af mikilli innlifun og töluðum í tvo tíma.  Vonandi fóru þessar tvær konur upplýstari heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

ha ha ha ... ný saga í safnið hjá okkur.

Halldóra Halldórsdóttir, 13.4.2007 kl. 02:09

2 identicon

Þú gleymir einu að á fundinum okkar var 100% sala á þessum líka fínu stuttermabolum og hitt að þessar tvær konur hafa aldrei aftur sést á Stígó svo við hljótum að hafa veitt þeim innihaldsríka fræðslu sem þær búa enn yfir sex árum síðar - geri aðrir betur.

Annars erum við Dóra svo félagslega seinþroska að fundir þar sem fleiri en 2 mæta á er bara full ,,krátit" fyrir okkur.

kv. formaður pínlegafélagsins

diana (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband