Búin að taka yfir ritstjórnina aftur

Á annars ágætri blogsíðu úti í bæ hefur verið skrifaður óhróður um ritstýru þessarar síðu:

Stígamótarúna mokar inn reitings og birtir allskonar hræðilegar myndir af stórfjölskyldunni. Hennar helstu viðfangsefni þegar kemur að ljósmyndun eru að sjálfsögðu börnin og barnabörnin. Óskrifuð vinnuregla hjá henni er að mynda fólk þegar það síst vill vera myndað, og ekki sér hún ástæðu til að munda vélina nema allir séu amk ómálaðir og helst þunnir. Lágmark er að viðfangsefnin liggi uppi í rúmi og séu þreytt. 

Þetta  er ómaklegt og erfitt að skilja við hvað er átt.  Líklegast má telja að hvatirnar sem liggi að baki slíkum skrifum séu hrein afbrýðisemi vegna skreytinganna.  Held því bara mínu striki og punta síðuna mína að þessu sinni með fallegum myndum úr fjölskyldualbúminu.

1981 á Kóngs Þóra og Guðrún (8) 1979 ferming Margrétar Guðrún og SóleyIMG_0090


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Æðislegar myndir!!!! ;)

Thelma Ásdísardóttir, 30.3.2007 kl. 10:45

2 identicon

Kæra Guðrún

 Ég vil þakka þér kærlega fyrir að setja þessa líka fallegu mynd á netið það er auðgljóst að Biggýs liðið náði að fríkka verulega upp á eina af myndunum :)

Kveðja Spilandi þjálfari Biggýs

Snjólaug (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:26

3 identicon

Veit það Snjólaug mín, sem meðleg í Biggýs valdi ég hana af ykkur sérstaklega og skil ekki tal um þunnar þreyttar og ómálaðar dætur mínar.

Gunna

Guðrún (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband