21.1.2007 | 18:27
Úr lífi Álfhólsbarna
Hér er mynd af Hjartagullinu hennar ömmu sinnar frá því á aðfangadagskvöld. Hún fékk geisladisk með Magna og sat hugfangin og hlustaði á hann og hafði á orði að hún yrði örugglega rosaleg gelgja. Tekið skal fram að barnið er sjö ára. Allt í einu fannst mér hún svo stór og þroskuð. Svo er Nomminn minn í draugabúningi frá "Tótu ljótu, Simma krimma og Kötlu kúkalabba". Búningurinn vakti mikla lukku, en þó ekki meiri en svo að þegar Tommi var búinn að opna pakkana sína náði hann í skóhorn heimilisins sem er hans uppáhalds leikfang og lék með það. Að lokum Katlan okkar að lesa Fréttablaðið af mikilli áfergju.
Athugasemdir
Góð síða, mér fannst hitt lúkkið flottara!
Krissa Hryssa (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.