Úr lífi Álfhólsbarna

Hér er mynd af Hjartagullinu hennar ömmu sinnar frá því á aðfangadagskvöld. Hún fékk geisladisk með Magna  og sat hugfangin og hlustaði á hann og hafði á orði að hún yrði örugglega rosaleg gelgja.  Tekið skal fram að barnið er sjö ára.  Allt í einu fannst mér hún svo stór og þroskuð.  Svo er Nomminn minn í draugabúningi frá "Tótu ljótu, Simma krimma og Kötlu kúkalabba".  Búningurinn vakti mikla lukku, en þó ekki meiri en svo að þegar Tommi var búinn að opna pakkana sína náði hann í skóhorn heimilisins sem er hans uppáhalds leikfang og lék með það.  Að lokum Katlan okkar að lesa Fréttablaðið af mikilli áfergju.

skannað inn í jan.07 019skannað inn í jan.07 023skannað inn í jan.07 062

 

 


Velkomin á Álfhólssíðuna

Loksins, loksins er orðin til heimasíða fyrir stórfjölskylduna á Álfhóli.   Hér verða sagðar mikilvægar fréttir, sýndar myndir og mikilvægum skoðunum komið á framfæri.  Í stórum fjölskyldum gengur mikið á og sumt af því ratar vonandi hingað inn. 

 

nullnull


Álfhóll á sunnudegi

Vá, hvernig á ég að nýta þessa síðu.  Búin að ergja mig mikið yfir að stýra ekki heimasíðum barnabarnanna minna, finnst dætur mínar allt of svifaseinar að setja inn myndir og færslur af barnabörnunum mínum.  Hér með hætti ég að fara inn á Ljósvellingasíðuna þar sem ekkert lífsmark er að finna en skrifa í staðinn það sem mér sýnist á Álfhólssíðuna okkar.

IMG_1749IMG_1582_editedIMG_1638


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband