Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 16:41
Góð byrjun á deginum
Á leiðinni í vinnuna í morgun kom ég við í bakaríi því ég átti von á gestum á Stígamótum. Í bakaríinu voru feðgar á undan mér í röðinni. Drengurinn virkaði u.þ.b. þriggja ára. Þeir tóku góðan tíma í að velja það bakkelsi sem þá langaði mest í og keyptu kókómjólk með. Svo settust þeir niður og fengu sér að borða. Á meðan ég var að versla komst ég ekki hjá því að heyra samræður þeirra feðga. Sonurinn naut þess að borða kleinuhringinn sinn og spurði á milli bita "Pabbi, hvað þýðir að vera hamingjusamur"? og pabbinn leitaðist við að svara........á einhvern hátt sem ég heyrði ekki. Gat ekki annað en gengið til þeirra til þess að dáðst að þeim og á eftir mér kom önnur kona og blandaði sér í samræðurnar......."þetta bjargaði deginum" sagði hún og við skildumst öll brosandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 09:25
Við Tommi og Hlunkur elskum að taka á móti góðum gestum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2008 | 18:35
Gestapenni á Álfhólsfréttum er Anna Schalk Sóleyjardóttir:
Það er verið að safna fyrir skíða-ferð og ég hlakka mikið til því þá get ég farið í risa stóru lyfturnar og meira að segja líka stóla-lyfturnar!!!Við förum ég ,Kristín , Garðar, mamma ,pabbi ,amma ,afi ,Tommi og svo kannski Þóra. Svo kann ég svig, fara ein í hólana og stökkva í þeim og ýmislegt annað!!!Þetta er svo gaman að það er ekki eðlilegt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2008 | 09:22
Er að fara að virkja.............
Í morgun þegar ég vaknaði, fann ég að ég var í góðu sambandi við kraftinn minn. Það er dásamleg tilfinning og ég er staðráðin í að virkja hann í dag.
Ég ætla að beina honum í gegnum lyklaborðið yfir í powerpointið og þaðan á kubb og svo í tengsl við hinn ýmsa tæknibúnað í næstu viku. Ólíkar útgáfur um mansal, feminisma, einkenni ofbeldismanna og fórnarlamba þeirra og um Austfjarðaverkefnið verða svo sýndar á Stígó, í HÍ, hjá Feministum, á Egilsstöðum, Reyðarfirði og e.t.v. víðar og þaðan mun orkan fara inn í sem flesta hausa sem munu allir kaupa boðskapinn og svo munu eigendur hausana taka þátt í að skapa betra samfélag. Þannig verður þessi dagur.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 17:32
Hér erum við að vinna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 22:57
Fjöllin mín
Ég veit það, ég kann ekkert á myndavélina mína. En þetta er samt fjallasýnin sem mér þykir vænst um. Þarna sér í rætur Strúts og svo er Eiríksjökullinn órjúfanlega tengdur rótum mínum í sveitinni. Þetta er hluti af fjallasýninni út um eldhúsgluggann á Húsafelli. Þarna var ég að ganga í gær, ætlaði á Strút, en komst ekki vegna þoku. Ég bara finn hvernig batteríin hafa hlaðist......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2008 | 16:39
Nokkrir skottúrar bara......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2008 | 22:24
Í rólegheitunum
Vorum að skoða myndir hjónin í rólegheitunum. Kíktum á ævintýraferðina okkar til Nepal og allt það sem við upplifðum þar. Erfitt að koma því til skila við aðra, en eitt af því sem við sáum var Phashupatinath hofið sem stendur við hina heilögu Bagmatiá. Þar brenna hindúar látna ástvini. Á þessu myndbandi má sjá fátæka menn sem eru að fara að brenna líkið sem liggur við hliðina á þeim. Þeir lauguðu það upp úr ánni og tóku það úr hverri spjör inni í dúknum og báru svo eld að hárinu á líkinu. Samtímis er verið að hlaða bálköst til þess að brenna barnslík. Sú líkfylgd var öllu viðhafnarmeiri. Alveg hreint ótrúlegt að fylgjast með þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 13:14
Kolrugluð!
Þó ég sé á flesta vegu fullkomin kona þá er ég með einstaka veikleika. Einn af þeim virðist vera ósjálfráð stelsýki. Samstarfskonur mínar koma reglulega inn til mín og sækja sér penna, því ég stel öllum þeim pennum sem ég kemst yfir. Finnst ég venjulega þurfa að hafa penna við höndina til þess að skrifa niður dúndrandi hugmyndir eða verkefni sem ég vil vinna eða til þess að minna mig á eitthvað sem ég hef gleymt. Veit ekki af því þegar ég næ mér í penna og sting svo á mig. Allar töskur sem ég á eru með nokkrum pennum og ég hef ekki hugmynd um hvaðan þeir koma.
Ég stal einu sinni sálmabók í skírn í Dómkirkjunni og veit ekki hversu margir tóku eftir því þegar ég stakk henni á mig eftir messuna. Bara fann hana í veskinu mínu þegar ég kom heim og skömmustuleg varð ég að biðja hana Þórunni mína að skila henni fyrir mig og reyna að útskýra stelsýki mína. Ég stal þráðlausum heimilissíma foreldra minna og fór með hann heim. Einu sinni stal ég lyklunum hans pabba, bæði hús- og bíllyklum og hann var búinn að spyrja mörgum sinnum í nokkrar vikur og ég sór og sárt við lagði að ég hefði ekki snert þá. Þá bankaði Guðmundur hennar Lilju mágkonu uppá hjá þeim og sýndi honum lykla sem höfðu verið skildir eftir hjá þeim. Þau búa í sama húsi og foreldrar mínir og stundum heimsækjum við Tommi tvö heimili í sama húsi. Hann hafði prófað þá á alla bíla á planinu og þeir pössuðu að pabba bíl. Pabbi elskar að hafa eitthvað svona á mig til þess að minna mig á ófullkomleika minn. Hann skemmti sér konunglega yfir lyklaþjófnaði mínum.
Í morgun ætlaði ég út í búð og á leiðinni ákvað ég að hringja í Tomma. Var búin að slá inn númerið þegar ég áttaði mig á að ég var með sjónvarpsfjarstýringuna en ekki símann minn. Veit ekki af hverju ég stel svona óspennandi hlutum. Ætti e.t.v. að fara að æfa mig í að stela peningum eða gotteríi eða demöntum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)