Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 14:02
Gleðilegt líf!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 08:22
Rúsínan i pylsuendanum
28. des.
Bahrin - London
Vid hofdum gert rad fyrir ad thurfa ad afplana 36 tima a flugvollum og i loftinu a ledinni heim. Okkur til mikillar anaegju var okkur bodid ut ur flugstodinni i Bahrin og Gulf air baud okkur keyrslu, mat og hotel i 13 tima.
Vid rukum thvi af stad og akvadum ad teyga ad okkur undarlegri menningu araba i thessu dvergriki sem er meira en 100 sinnum minna en Island, en med helmingi fleiri ibua. Arabahofdingjarnir gengu margir um i arafatfotum og thad sopadi ad theim, en konurnar voru i morgum tilfellum med svarta burku, svo rett sa i augun, i fylgd karla og gengu hljodlatar a eftir theim. Inn a milli var lika folk i vestraenum fotum. Tok eftir thvi a veitingahusum ad thad var haegt ad fa bord med skermi fyrir, svo konurnar gaetu bordad. A einum stad var ekki slikur skermur. Mer bra i brun, thvi nokrar konur hofdu tekid af ser slaeduna og kom tha i ljos jarngrima ekki alls oskild theirri sem hannibal the kannibal var med. Thaer voru med jarnnefhlif sem gaf moguleika a ad stinga upp i sig bita, en griman huldi andlitid eins og haegt var. Vid settumst inn a kaffihus og lasum dagbladid theirra. Thar voru greinar sem eg held meira ad segja orgustu feministafjandmenn hefdu litid a sem grin. Logd var mikil ahersla a that bara maetti ekki gefa konum lausan tauminn, theim vaeri ekki treystandi og thaer vaeru veikara kynid. Daemi var tekid af thvi ad kona hafdi fengid skilnad an thess ad vera tortryggd og langar skyringar a thvi hvernig thad myndi bjoda heim haettunni og beinlinis ogna fjolskyldum og samfelaginu ollu ef thetta gerdist oftar.
Skyndilega flyktist folk= karlar ad sjonvarpsskermi uti a gotu. Their voru aestir og vid skildum ekki baun. Einn theirra var svo elskulegur ad thyda fyrir okkur og sagdi ad Benazir Bhutto hefdi verid myrt. Thad var audvitad akaflega dramatiskt, en sterkt ad upplifa thetta med korlunum.
Nu erum vid buin ad fljuga til London, thurfum ad bida her i nokkra tima og komum heim til okkar seinni partinn i dag. Get ekki bedid eftir ad komast heim til min, i sturtu, setja i thvottavelina mina, knusa krakkana mina og sofa i minu rumi.
Bloggar | Breytt 29.12.2007 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2007 | 12:13
.......og úti er ævintýri!
Fyrst nokkrar myndir frá Delhi í dag.
Ansi flýgur tíminn þegar mikið gengur á. Allt í einu erum við að pakka til heimferðar. Ákváðum að láta ekki glæpahyski stjórna okkur og skelltum okkur aftur af stað í verslunarleiðangur. Fórum í State Emporium og fundum smávegis af minjagripum sem okkur langaði til þess að kaupa, létum okkur reka um götur Delhi og nutum lífsins. Hver veit hvort og þá hvenær við komum hingað aftur.
Það hefur verið ansi þroskandi að takast á við nýjar aðstæður. Stundum fannst okkur við vera ólæs á samfélagið. Þetta voru mun meiri átök en þegar við fluttum til Noregs þar sem við þurftum aðallega að læra á ný bílastæði, banka og póst. Ég er til dæmis hætt að taka eftir því að allir sem hitta okkur ávarpa bara Sir Tomas, opna fyrir hann bílhurðir, spyrja hann álits og rétta honum reikninga, líta ekki við Madam Guðrúnu og verða steinhissa ef hún opnar munninn. Ég hef ekki haft peninga á mér í langan tíma, því landsmenn eiga bara viðskipti við karla. Hef alveg húmor fyrir þessu....Ég veit að við höfum alltaf borgað miklu meira en við þyrftum að gera. Okkur finnst bara ekki taka því að prútta um tuttugu krónur....... og finnst ákveðið kikk að geta yfirborgað og þannig orðið að örlitlu liði án þess að finna fyrir því. Ýmislegt fleira er orðið mun auðveldara en í byrjun, held að við gætum lifað hér góðu lífi ef þetta land væri bara ekki svona langt frá landinu okkar. En við hlökkum mikið til heimkomunnar. Leggjum í hann héðan kl. 4.50 í fyrramálið og lendum heima kl. 16 hinn daginn..... Bestu kveðjur heim þangað til...............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2007 | 18:31
Jolakvedjur fra Dominiska lydveldinu
Hae hae og gledileg jol.
Mer synist a skrifum ykkar ad thid thurfid ad fara ansi varlega tharna i Asiu. Glaepagengi og tigrisdyr hljóma ekki serlega vel.
Her i dominiska lydveldinu er mjoog gott ad vera. Vid liggjum mikid vid sundlaugarbakkann, lesum godar baekur, spilum og tokum lit. Kristin brunan og gardar ljos bleikan. Her er samt mikill metnadur lagdur i nytt litarhaft.
I gaer (adfangadag) laerdum vid ad kafa i sundlauginni vid hotelid. Vegna mikils oldugangs gatum vid ekki farid ad kafa i sjonum i gaer, en forum thann 28. des og vid erum bedin um ad hafa med okkur banana, thvi fiskarnir eru sjukir i tha!!!
A morgun aetlum vid i ferdalag sem vid vitum vodalega litid um og thann 27. des munum vid heimsaekja hina svokolludu "paradisareyju".
Jolin hja okkur voru heldur serstok. Forum a hotelhladbordid ad borda thar sem atti ad bjoda uppa serstakan jolamat. Maturinn var oaetur og vid lobbudum a naesta skitapobb thar sem Kristin let ser naegja ad eta is, en Gardar fekk ljomandi finan humar. Vid horfdum svo a Euro sport um leid og vid svolgrudum i okkur kraesingunum. Skrytin en skemmtileg jol!
Hofum thad rosalega gott.
Kokos jolakvedjur,
Kristin og Gardar.
Bloggar | Breytt 26.12.2007 kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.12.2007 | 12:42
Í klóm glæpagengis á jóladag!
Þetta hefur verið fremur óvenjulegur jóladagur. Við áttuðum okkur á að við höfum nær ekkert verslað í þessari ferð og ákváðum að eyða deginum í að skoða í búðir. Byrjuðum á að fara í Central Cottage Industries Emporium - ríkisrekið kaupfélag þar sem ekki þarf að prútta. Skiptum liði og skönnuðum staðinn. Þar sem ég var ein að kíkja á varninginn skaust mús yfir gólfið og undir næsta búðarborð. Ég tók kröftugt valhopp, en stoppaði svo og hugsaði; mús, ætla ég að sleppa mér og hlaupa út eins og mér er tamt að gera við slíkar aðstæður eða hvað? Ég hélt ró minni, færði mig tiltölulega rólega yfir á næstu hæð og hélt áfram að skoða eins og ekkert hefði ískorist. Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef slíkt vald yfir músa/rottuaðstæðum og ég fann að ég var ekki yfirkomin af órökréttri hræðslu. Meiri sigur en flesta grunar!
Þurfti að endurnýja Stígamótatöskuna mína sem skemmdist í Nepal og við keyptum hræódýrar leðurtöskur sem líklega hafa litið fullpeningalega út. Vorum komin í stuð og ætluðum í State Emporium að skoða meira, en þurftum að spyrja til vegar. Að okkur kom sem oftar ungur ofurelskulegur maður og vildi endilega segja okkur til vegar. Ekki bara það heldur fylgja okkur og tók skýrt fram að hann vildi bara vera hjálpsamur. Hann vildi ekki fá neitt frá okkur. Þetta er orðinn gamalkunnur söngur ákaflega ágengra manna sem svo elta okkur langar leiðir. Eru meðal annars kallaðir þóknunarhákarlarnir. Ég hef stoppað, þakkað fyrir óumbeðna hjálp og svo beðið þá ákveðið en kurteislega um að "please don´t follow us"! Þessi stoppaði við, en gekk þó í humátt á eftir okkur langa leið og var að tala í símann. Við viljum gjarnan geta treyst fólki og gengum eftir leiðsögn hans. Við tókum eftir því að hann elti okkur í fjarlægð og skiptum því um stefnu og ráfuðum eftir ókunnugri götu.
Þar kom til okkar maður sem við höfðum ekki séð og sagði okkur að State Emporium væri í annarri átt, það er ekkert í þessari götu sagði hann hálfpirraður. Ég stoppaði og spurði af hverju hann héldi að við ætluðum þangað og hann varð hálforðlaus. Sagði okkur að við hefðum ekkert að gera í þessari götu og benti í allt aðra átt. Við þökkuðum pent og héldum áfram eftir þessari skuggalegu götu þar til þriðji maðurinn gekk að okkur sykursætur og benti mér á að hafa ekki bakpokann á bakinu. Það væri ekki öruggt, ég ætti að hafa hann framaná mér, reyndi að vera traustvekjandi, en virkaði undir annarlegum áhrifum og ansi ógnvekjandi. Svo sagði hann mér að State Emporium væri ekki í þessari átt heldur annarrri. Þessi maður hafði ekki heyrt okkur tala við hina tvo og við stoppuðum við og ætluðum að malda í móinn en þá hafði þyrpst í kringum okkur gengi fimm til sex ungra manna sem gekk ansi nærri okkur og hálfumkringdu okkur. Þá vissum við að um skipulagt glæpagengi væri að ræða sem hringdist á til þess að króa af ferðafólk og afvegaleiða það. Sem betur fer var þríhjólabíll rétt við og við hentumst upp í hann og sögðumst ætla á Tourist Information með adrenalínið á fullu. Þá réðist sá síðasti í bílstjórasætið og talaði ógnandi við bílstjórann á hindi og við heyrðum að hann nefndi Tourist Information, ekki bara það, heldur hentist hann og maður tvö úr genginu upp í næstu bílakerru og keyrðu á eftir okkur. Tveir settust á mótorhjól. Löngu síðar í magnaðri umferðinni, sá Tommi að hans bílakerra var beint á eftir okkur. Við sögðum bílstjóranum að við ætluðm að York hótelinu, alls ekki að Tourist Information og hann skipti um stefnu og keyrði þangað í þungri umferðinni. Þegar við komum að York hótelinu hlupum við til varðanna og sögðum þeim að við værum elt af glæpagengi, hvort við mættum standa hjá þeim um stund. Í sömu mund gengu mótorhjólagæjarnir framhjá, horfðu í augun á okkur og tóku upp símann. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera vitleysa, ég væri nú ekki góður mannþekkjari. Í því snéru þeir við og gengu aftur beint að okkur óþægilega nærri og voru að tala í símann og aftur horfði hann ógnandi í augun á okkur, þetta var ekki bara mín ímyndun, Tommi þekkti þá líka. Við fórum inn á hótelið og fengum að bíða þar í góðan tíma, sögðum hvernig staðan væri og öryggisverðir hringdu svo á lokaðan leigara og fylgdu okkur í hann og við komumst heil heim á hótel Icon Villa og höfum hugsað okkur að vera hér það sem eftir er kvölds. Þegar við fórum að skoða kortið sáum við að áttin sem þeir vildu að við færum í hefði leitt okkur inn í almenningsgarð þar sem auðvelt hefði verið að ræna okkur og/eða meiða, State Emporium var í þveröfugri átt. Ógnandi upplifun!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2007 | 05:15
Uglur, einhyrndur nashyrningur, sjakali og krókódíll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 10:48
Gleðileg jól elskulega fjölskylda, vinir og aðrir velunnarar!
"Aðfangadagur jóla er einmitt í dag".... og við erum komin aftur til Delhi. Set inn mynd af eina jólaskrautinu sem ég hef séð hér í landi. Það var í borgarhöllinni í Jaipur. Frábærri ferð um Rajasthan er lokið, vorum að kveðja Harphool bílstjórann og kunningja okkar og komin á þráðlaust net. Setti inn dagbók síðustu daga og loksins get ég sett inn dálítið af myndum...... Gleðileg jól og njótið hátíðar og samveru......
Hjartans kveðjur frá Indlandi
Guðrún og Tommi
Föstudagurinn 21. des. 2007
Hér má sjá kúadellukökur sem indverskar húsmæður búa til með höndunum og nota sem eldivið í næstum skóglausu héraðinu. Og svo einn af framleiðendunum sem krökt er af hvar sem er, meðal annars í hjarta borganna innan um sveltandi og köld börn.
Við höfum enn ekki alveg vanist því hvernig viðskipti ganga fyrir sig hér í landi. Ágengni sölumanna er gífurleg og þeir sem við verslum við setja alltaf upp miklu meira en það sem þeir búast við að fá. Við vitum bara ekki enn hver mörkin eru svo við höfum ekkert keypt. Fáir eru harðari en þóknunarhákarlarnir svokölluðu sem setjast að ferðafólki eins og mý á mykjuskán, hlaupa á eftir því og bjóða gull og græna skóga. Nær alltaf er um svik og pretti að ræða, fólk borgar himinháar upphæðir fyrir mjög lélega þjónustu og hákarlarnir maka krókinn. Okkur var sagt af vinafólki okkar í Lonely Planet að bóka alltaf hótel sjálf og ákveða sjálf hvar eigi að matast. Bílstjórinn okkar hann Harphool fékk kurteisleg skilaboð um að við hefðum þegar gengið frá öllum bókunum og létti það á samskiptunum. Hann bað okkur hins vegar um að segja hér í Ranthambohre að hann væri mjög góður bílstjóri og hefði sterklega mælt með þessu hóteli. Ég held að hann hafi bætt við söguna einhverju sem ég ekki veit hvað er. Hann fékk alla vega ókeypis gistingu og uppihald og gekk inn í matsalinn til okkar og bauð okkur upp á indverskt romm. Þjónarnir litu greinilega á hann sem einkavin okkar og við bara tókum þátt í leiknum. Held að hann hafi komið með rommið til þess að sýna hversu náin við værum. Hann keypti ekkert en bað um vatnsglas og kranavatn og drakk rommið að mestu sjálfur. En það sem Harphool gat gefið okkur og ekki er hægt að fá fyrir peninga var innsýn í eigið líf og þar með indverskt. Hann er 26 ára hindúi og ræsir ekki bílinn fyrr en hann hefur beðið ferðabæn. Ósköp fallegt og veitir ekki af að taka í notkun allar leiðir til þess að reyna að halda lífi í umferðinni hérna. Hann er giftur og á von á barni í mars. Pabbi hans valdi handa honum konu sem hann þekkti ekkert. Það hefði verið óhugsandi að hann hefði gifst stúlku úr þorpinu sínu. Það er algjörlega bannað. Þess vegna fann pabbi hans passandi stúlku af sömu stétt í 30-40 kílómetra fjarlægð. Hann á þrjá bræður og þrjár systur. Bræður hans heimta að velja sér konur sjálfir og geri þeir það mun pabbi þeirra reka þá að heiman og hann mun ganga lengra en það, hann mun þá ekki gefa þeim neitt land og þar með eru þeim allar bjargir bannaðar. Harphool skildi mig ekki þegar ég spurði hvort hann elskaði konuna sína eða hvort hann væri ástfanginn. Það er bara ákveðið að með þessari konu muni hann búa. Þau leigja herbergi í Dehli á meðan hún er ólétt því það gengur ekki nógu vel með meðgönguna - fjórða tilraun og ég hamast við að bægja frá mér hugsuninni um að það vanti 8% upp á fæðingarhlutfall stúlkna í Rajasthan. Honum finnst hins vegar svo rándýrt að búa þar að þau munu fara strax aftur í þorpið hans, heim til foreldra hans að fæðingu lokinni. Pabbi hans á tíu herbergja hús og þar búa afi hans, foreldrar og ógift systkini. Konan hans mun hylja á sér andlitið gagnvart föður hans og hærra settum og það er óhugsandi að hún muni vinna önnur störf en að búa honum heimili, fæða hann og klæða. Hún mun hins vegar sjá um hrísgrjónaskikann sem hann á von á að pabbi hans gefi honum. Tvær systur hans eru giftar og þær eru að sjálfsögðu fluttar til tengdó og sjá foreldra sína einu sinni til tvisvar á ári. Hugmyndin er að hann muni búa þarna alla ævi með bræðrum sínum og konunum þeirra. Honum fannst hræðilegt að við ættum ekki syni smá sárbót að eiga Tommsann okkar litla. Jahérna hér...........svona er Indland í dag. Bestu kveðjur heim á Frón í jólaundirbúninginn, munið að njóta aðventunnar.
Laugardagurinn 22. des.
Jaipur
Í gær og í morgun ætluðum við í safaríferðir. Það áttu að vera lokatilraunirnar til þess að hitta á villt tígrisdýr í þessari ferð. Í fyrstu ferðinni vorum við í opnum jeppa um miðja nótt og það var svo kalt að ég kvefaðist rækilega. Við sáum reyndar mörg skemmtileg dýr og greinileg fótspor eftir tígrisdýr svo ferðin var ekki til ónýtis. Ung kona sem við hittum á hótelinu sagði okkur að í þjóðgarðinum væru fimm svæði sem jepparnir færu á þrír á hvert svæði. Á svæði þrjú væru mestar líkur á að hitta á tígrisdýr, en einhverra hluta vegna væri alltaf búið að fylla það svæði. Sannleikurinn er sá, sagði hún, að fólk mútar hótelunum til þess að komast á þetta svæði. Þar er tígrisynja með hvolpa og miklar líkur á að hitta á hana. Ég ákvað samstundist að reyna hæfileika mína í að múta fólki, en var orðin lasin með hita, svo við slepptum því. Ákváðum að taka því rólega, lögðum okkur og vorum löt. Fórum á fínan stað til þess að fá tilbreytingu frá karrýkjúklingi. Á matseðlinum var aðeins karrýkjúklingur. Við höfum nú lifað á karrýkjúklingi í 16 daga og sjáum fram á að gera það til áramóta, fínt mál. Í morgun keyrðum við svo 4 klst. ferð til Jaipur, höfuðborgar Rahjastan. Fátt er skemmtilegra en að paufast áfram í umferðinni hérna og fylgjast með lífinu hérna. Því verður ekki lýst með orðum, þess verður bara notið. Í eftirmiðdaginn komum við borgarinnar og bókuðum okkur á fallegasta hótel sem við höfum séð fyrir innan við 5000 kr. ísl. Hef ekki sagt það nógu oft hvað Lonely Plantet er góður ferðafélagi! Gengum svo yfir í gamla bæinn. Iðandi mannlíf eins og annars staðar, en opin skólpræsi alls staðar kjöraðstæður fyrir rottur. Tommi orðinn svo aðlagaður að hann skellti sér á karlastand til þess að pissa, kom tilbaka með andateppu vegna lyktarinnar. Leigðum okkur hjól með aftanívagni heim á hótel og erum nú að bíða eftir daraddada.............nuddi!
23.des.
Indversk þorláksmessa sunnudagur
Hér eru myndir af herbergisdyrunum okkar og brotabrot af borðsalnum á hótelinu sem við bjuggum á í Jaipur fyrir minna en 3000 kr. á sólarhring á mann. Ég hef aldrei séð annað eins.
Í dag skipulagði bílstjórinn okkar hann Harphool skemmtiatriði dagsins. Við vitum að tekjur hans byggjast aðallega á að telja hótelum, veitingahúsum og verksmiðjum trú um að hann hafi sannfært ferðafólk um að versla við viðkomandi. Í dag stakk hann upp á að við færum í borgarhöllina, Ambervirkið og heimsæktum nokkrar verksmiðjur sem selja skartgripi, vefnaðarvöru, teppi og ýmislegt fleira. Á öllum stöðum þurftum við að bíða eftir honum á meðan verið var að greiða honum þóknun og þjónusta hann á ýmsa lund. Okkur þótti þetta bara fínt mál og höfðum ekki hugsað okkur að versla nokkurn skapaðan hlut. Á öllum stöðum var tekið á móti okkur með hvílíkum virktum og við fengum kynningar á því hvernig indversk teppi eru unnin, bæði kashmir, silki og úr úlvaldaull. Svo fengum við að sjá hvernig gimsteinar eru skornir og slípaðir og ýmislegt fleira. Okkur fannst það ágætis fræðsla enginn fróðleikur einskis virði o.s.frv. Sjálfum okkur til mikillar undrunar féllum við fyrir fallegum efnum úr kashmir ull og vissum ekki fyrr en við vorum búin að panta tvenn jakkaföt á manninn minn og tvær silkiskyrtur fyrir spottprís. Þetta gerðist kl. 13 í dag og okkur var lofað að fötin kæmu fyrir kl. 21 í kvöld, við mættum gera athugasemdir og fötin kæmu fullkláruð áður en við færum í háttinn. Það er ekki á hverjum degi sem ég fæ manninn minn til þess að versla á sig fatnað, það verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Ef það verður ekki gott, þá nær það ekki lengra, hann hefur hingað til komist ágætlega af án tískuklæða.Á morgun aðfangadag förum við svo aftur til Delhi og þá fer að styttast í heimferð. Ég verð að viðurkenna að ég sakna jólaundirbúnings, stelpnanna minna, barnabarnanna, tengdasona og þorláksmessukvölds með Ástu vinkonu sem við höfum eytt saman í meira en 40 ár þegar við höfum verið í sama landi og sama landshluta. Sakna líka jóladags með mömmu og pabba og Rögnu. En söknuðurinn er ekki alvarlegur bara svona tregablandið góður. Minnir mig bara á hvað ég elska fólkið mitt og það er holl áminning. Hlakka rosalega til gamlárskvölds á Hólnum og næstu jóla!
Bloggar | Breytt 26.12.2007 kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2007 | 10:26
Dagur kvenleika og sterkra lita
fimmtud. 20.12.07
Dagur kvenleika og sterkra lita
Í dag kvöddum við fuglaparadísina í Keoladeo Ghana og keyrðum í 6 klukkutíma til Ranthambhore í leit að tígrisdýrum. Nú er ég næstum búin að sjá tígrisdýr í Nepal og næstum Phyton slöngu á Indlandi. Nú ætlum við að fara í þrjá leiðangra í þjóðgarðinum Ranthambhore og athuga hvað fyrir augu okkar ber. Hér eru 35-40 tígrisdýr, spurning hvort þeim þóknast að láta sjá sig. Í þetta skiptið munum við ferðast með öðrum túristum á jeppum ekki eins persónulegt og í fyrri görðum, en hvað erum við annað en túristar? Það var ansi gaman að ferðast um sveitir og þorp og fylgjast með því iðandi mannlífi sem alls staðar er. Í dag velti ég því fyrir mér hvað ég hafi verið að þrasa yfir smárusli í Nepal. Mér finnst við vera farin að slappa vel af og njóta þess sem við sjáum. Alls staðar var fólk að störfum, margir beint fyrir utan heimili sín og alls staðar var vinnuaðstaðan nákvæmlega engin. Allir sem við sáum sátu á hækjum sér og unnu á jörðinni. Hvort sem það voru blikksmiðir, steinhöggvarar, konur að elda, sauma, yrkja jörðina eða hvað það nú var sem fólk hafði fyrir stafni. Berrassaðir smákrakkar á vappi, beljur, buffalar, geitur, hundar, svín og fyndin kameldýr. Það sem mér fannst skemmtilegast í dag var að fylgjast með konunum hérna. Þær voru að vinna á ökrunum, við eldinn, í vegavinnu, við grjótnám og ýmislegt fleira. En næstum allar voru þær klæddar í sahri, djúpsterk bleika, gula, appelsínugula, æpandi bláa, rauða, græna, allar alltaf með slæður hvort sem þær voru að tína upp grjót eða mold með höndunum, setja í skálar og bera úr vegastæðinu á höfði sér, eða að þær voru að sækja vatn í risastór vatnsker sem þær báru á höfðinu, oft með krakka í fanginu eða við hlið sér. Alltaf teinréttar, dulúðugar og ótrúlega fallegar. Þær voru með haka, og lítil handverkfæri eða engin handverkfæri að leitast við að bjarga sér. Margar voru að búa til moldar/kúadellukökur sem þær þurrka og safna og nota fyrir eldivið. Ótrúleg erfiðisvinna úti í moldarpyttum og engin verkfæri nema hendurnar. Allar virtust þær svo fínar og hreinar í öllu sem þær tóku sér fyrir hendur. Allar voru þær að vinna, þær voru ekkert að drolla konurnar á Indlandi. Ég kunni aldrei við að taka mynd af þeim, það hefði einhvern veginn rýrt virðingu þeirra. Gengum svo um þorpið hérna og spjölluðum við fólk, fengum leyfi til þess að taka myndir sem við sýndum fólkinu við mikinn fögnuð og teyguðum að okkur hversdagsleikanum þeirra sem er ansi framandi fyrir okkur. Gaman, gaman.
Bloggar | Breytt 24.12.2007 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2007 | 15:02
Kvedja fra dominsika
Her er rosa gaman. Allt odruvisi en vid heldum. Herbergid a hotelinu kom ad ovart. Hotelid minnir mig mest a thaettina um the love boat. Her keppist folk vid ad skemmta okkur med strandpartyjum, dansi og fl. I dag er rigning- spes!! Erum hress og kat. Kvedja Krissa og Gassi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2007 | 11:41
Af hverju eru kyrnar ekki skotnar handa fataekum????
miðvikudagurinn 19. des. 07 þurfti að tékka í dagatalinu.......
Þjóðgarðurinn Keoladeo Gahna
Í dag voru .þrír menn í fullri vinnu við að skemmta okkur Tomma einum. Við borguðum þeim helmingi meira en þeir settu upp í laun, en samt skammast ég mín fyrir að segja hvað við greiddum þeim. Við leigðum okkur hjólakerru með bílstjóra og leiðsögumann og eyddum deginum í fuglaparadís. Sáum fullt af dádýrum og antilopum, villisvín, marga sjakala, kyrkislönguholur og fleiri tegundir fugla en finnast á öllu Íslandi. Á meðan beið einkabílstjórinn með bíl eftir okkur til þess að keyra okkur til baka á hótelið, fimmtán mínútna keyrslu í burtu. Það hefur reynt hressilega á siðferði okkar þessa dagana og ég held að við höfum staðist þá raun illa. Þegar búin að finna ótal afsakanir eins og að við tvö breytum ekki milljarðaþjóð á einni viku, að vð höfum verið að skapa mönnum vinnu sem ella hefðu ekki haft neina, að við höfum borgað þeim mun meira en aðrir ..............lélegar réttlætingar allt saman. Ég viðurkenni að ég naut þess að láta stjana við okkur og fara svo inn á fallegasta hótel sem ég hef séð fyrir minni pening en ég hef áður borgað fyrir samskonar lúxus......... Dagurinn var yndislegur í einu orði sagt.............. og á morgun tígrisdýr ?????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)