Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Góðan daginn!

IMG_0458Annsan mín var að teikna og skrifa og bað mig um að koma með einhver orð svo hún gæti æft sig í stafsetningu.  Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvað stelpurófan mín er ótrúlega klár.  Ef einhver man það ekki, þá  minni ég á að hún er nýorðin 8 ára.  Ég sem ætlaði að koma með verulega  erfið orð, en mér tókst ekki að koma henni á gat.  Og má ég benda á skriftina!  Ég gæti ekki skrifað svona vel þó ég reyndi.

 Ömmur mega alveg segja frá afrekum barnabarnanna sinna og eiga að gera það og hana nú!


Eru þau kannski ekki dásamleg?


Á ferð og flugi

IMG_0444IMG_0449Kom heim í gærkvöldi frá Litháen.  Þar var ég á fundi í tengslum við öflugt mansalsverkefni og í framhaldinu á ráðstefnu um sama efni.  Hafði innlegg báða dagana um stöðuna á Landinu bláa.  Stundum gæti ég eins haldið til á Grandhóteli eða Sögu, var sótt á flugvöllinn og vann allan tímann fram að brottför.  Stalst út að borða tvisvar og var með vonda samvisku því dagskráin var svo þétt. Það vill til að þátttakendur í verkefninu eru að hristast vel saman og verkefnið að byrja að skila árangri.  Gott að tilheyra Nordisk/Baltiskri fjölskyldu sem er  að paufast í sömu verkefnum. 

Er að fara í fyrramálið til Portúgal á mansalsráðstefnu hjá Evrópusambandinu og eftir þá ráðstefnu og eftir Litháenferðina og Geysisverkefnið góða verð ég rosalega vel nestuð til þess að selja stjórnendum íslenskra stofnanna  og ráðherrum framkvæmdaáætlun gegn mansali, byggða á nýjustu og bestu þekkingu og yfirsýn!

Verð svo heima í viku áður en ég fer aftur  til Litháen til þess að tala á ráðstefnu Evrópsku kvennaathvarfahreyfingarinnar um empowerment.   Verð svo heima í mánuð áður en ég fer af stað aftur............meira um það síðar. 

En ég verð að segja  að heima er best!!! Búin að eiga góðan dag með Tomma, mömmu og pabba, Begga og Rósu, Sóleyju Aart, Tomma  og Önnu og Þóra  er á leiðinni með litla ungann minn sem ætlar að lúra hjá  ömmu og afa. Tomminn minn frammi í eldhúsi að elda  handa mér góðan mat.......lívet er ikke det verste jeg vet...........


Góð ráð óskast um ferðamáta í Asíu

Á heimasíðu Álfhóls hefur ekkert sérstaklega verið óskað eftir viðbrögðum við skrifum húsmóðurinnar, enda þau ekki til þess fallin að hafa um þau gáfulegar athugasemdir.  Nú ætla ég að prófa hvernig þessi skrýtni miðill virkar og óska eftir ráðum frá lesendum. 

Við hjónin eigum  við lúxus"vandamál" að stríða. Við erum að fara til Nepal í byrjun desember sem er mikið ævintýri í sjálfu sér, en í leiðinni  viljum við skoða fleiri lönd í nágrenninu.  Indland t.d. er ótrúlega spennandi, en svo yfirþyrmandi að okkur fallast hendur við að ákveða hvert við ættum að fara og hvernig við ættum að haga okkur.  Við óskum eftir góðum ráðum um staði og ferðamáta......


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband