28.3.2009 | 15:53
Með sól í hjarta og söng á vörum...............
Ég ætla að deila því með lesendum Álfhólsnetmiðilsins að ég er á leið til Kanaríeyja með mömmu minni og Kristínu systur minni. Við ætlum að fara í viku stelpnaferð og njóta hverrar einustu mínútu. Við hlökkum allar rosalega til eftir þennan dimma og snúna vetur.
Sjálfri finnst mér helmingurinn af skemmtuninni að hlakka til og sérstaklega að hlakka til með ferðafélögum mínum. Ég hringi til mömmu nokkrum sinnum á dag og syng fyrir hana sólarlög. Ég er búin að syngja "Ég fer í fríið" og "á Spáni get ég skemmt mér fyrir lítið fé" reyndar örugglega ekki satt. Var að ljúka við sönginn "Með sól í hjarta" og er að semja prógrammið fyrir morgundaginn. Ég á eftir að syngja "Ó blessuð vertu sumarsól" "Sól, sól skín á mig" og ýmislegt fleira. Ég syng fyrir mömmu eins og lungun leyfa og mér finnst ég syngja þetta listavel! Fór meira að segja í ljósatíma áðan til þess að undirbúa húðina. Skelli með myndum sem eru táknrænar fyrir stemninguna sem ég er með í huga.
Athugasemdir
ÚFF hvað ég væri til í að fara í svona ferð núna! Vona að þið hafið það gott og skemmtilegt! Góða ferð!
Annars stendur "Sólarsamba" líka alltaf fyrir sínu - enda júróvisjónlag ;). Bara svona ef þú yrðir uppiskroppa með sólarlögin...
Kristín Björk (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:06
Kristín Björk mín, þú ert að sjá fyrir endann á náminu þínu, bara að spýta í lófana og svo ferð þú einn daginn með þína gömlu mömmu á Kanarí.
Bestu kv
Álfhóll, 31.3.2009 kl. 12:58
Hafðu það yndislega gott í fríinu þínu - bara frábært að skella sér svona í stelpnaferð
Dísa Dóra, 31.3.2009 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.