22.3.2009 | 16:46
Sumarið nálgast............
Er komin í heilsuátak nr. ca. 1500. Markmiðið er að verða í nógu góðu formi í sumar til þess að njóta góðra gönguferða. Á dagskrá er ganga um gamla Kjalveg frá Hveravöllum að Hvítárvatni - með vinunum mínum lipru. Eftir það stefni ég á Sveinstind við Langasjó í fjögurra daga göngu með Sóleyju systur minni, manninum mínum og þeim öðrum sem vilja vera með...
Þarf að fara að klífa tinda í rólegheitum. Byrja t.d. á Helgafelli, svo e.t.v. að labba að Glym, svo fer ég á Akrafjall og það meira sem ég nenni. Ákveðin í að fara a.m.k. tvær Esjuferðir. Meðfylgjandi myndir eru úr Stakkholtsgjá og ofan af Valahnjúk. Ágætu vinir og ættingjar hnippið í mig ef þið viljið vera með.................mér finnst ekkert skemmtilegra en góð gönguferð með skemmtilegu fólki ef ég kem mér út úr húsi.
Athugasemdir
ég gekk einusinni um gamla kjalveg, það var gaman. þú kannski hnippir í mig þegar þú ætlar af stað í gönguæfingarnar, ég er meira en til
fífa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:28
Já, væri gaman að skreppa í göngutúr með þér og líka að heyra meira um gamla Kjalveg, mín elskulega Fífa.
Álfhóll, 25.3.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.