28.3.2008 | 18:35
Gestapenni á Álfhólsfréttum er Anna Schalk Sóleyjardóttir:
Það er verið að safna fyrir skíða-ferð og ég hlakka mikið til því þá get ég farið í risa stóru lyfturnar og meira að segja líka stóla-lyfturnar!!!Við förum ég ,Kristín , Garðar, mamma ,pabbi ,amma ,afi ,Tommi og svo kannski Þóra. Svo kann ég svig, fara ein í hólana og stökkva í þeim og ýmislegt annað!!!Þetta er svo gaman að það er ekki eðlilegt!!!
Athugasemdir
Er ekki nauðsynlegt að taka Biggýs með sér í skíðaferðina, ekki hægt að fara í slíka ferð án þess að hafa eitthvað af Biggýs liðinu með. Getum rifjað upp gamla góða daga frá því á Andrés sem og góðar ferðir í Bláfjöllin og öll hin fjöllin. Eigum alveg eftir að fara saman erlendis á skíði.
Hlakka mikið til. Byrjum æfingar með leðjubolta á Ísafirði í ágúst :)
Kveðja
Spilandi þjálfari Biggýs (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:11
Það er ekki eðlilegt hvað ég hlakka mikið til að fara með þér (Anna) á skíði.
Og Snjólaug... ég skora hér með á Biggýs í skíðaferðina, en við munum taka öllum keppnum mjög alvarlega:-)
Ég panta hér með að keppa mikið á móti Silju bwhahahahaha....
Kristín T (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:10
Veit ekki hvort það er ráðlegt að vera að fjalla mikið um skíðaiðkun Biggís hér inni í internetinu - gæti orðið fjölmiðlamál... Man samt þegar Snjólaug fór í fyrsta skipti á skíði, í ferð Íþróttakennaraskólans til Akureyrar. Ca 5 ára eða svo. Mig minnir að við höfum enn verið á bílastæðinu þegar við sáum hvar umrædd var komin ein í stólalyftuna sem hún gat með engu móti lokað.
Koma svo - allir með!
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:20
Já hugrekki hefur aldrei háð okkur Biggýs enda megin ástæða þess að við vinnum flest þau íþróttamót sem við tökum þátt í eins og þið Tommís vitið nú mætavel og hafið fengið að reyna.
Kristín farðu varlega í yfirlýsingum er búin að vera með Silju í þjálfun í allan vetur í vetrarsporti þannig að hún á eftir að koma mikið á óvart.
Kveðja
Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 13:52
Það er spurning hvort við í Biggýs förum ekki bara eitthvað í friði fyrir óhemjunum í Tommýs? Dettur ýmislegt í hug..... Hlakka t.d. mikið til Ísafjarðarferðarinnar og velti fyrir mér hvort við verðum ekki saman í liði í leðjuboltanum?
kv. gj
Álfhóll, 30.3.2008 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.