Fjöllin mín

IMG_1242

Ég veit það, ég kann ekkert á myndavélina mína.  En þetta er samt fjallasýnin sem mér  þykir  vænst um. Þarna sér í rætur  Strúts og svo er Eiríksjökullinn órjúfanlega tengdur rótum mínum í sveitinni.  Þetta er hluti af fjallasýninni út um  eldhúsgluggann á Húsafelli.  Þarna var ég að ganga  í gær, ætlaði á Strút, en komst ekki vegna þoku.  Ég bara finn hvernig batteríin hafa hlaðist......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Já þetta er fallegt.  Ég fór í hestaferð þangað síðasta sumar. 

Garún, 24.3.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Meir en fallegt!  Hvað ertu að tala um myndavélakunnáttuleysi?

Edda Agnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Dísa Dóra

Borgarfjörðurinn er bara æðislegur og gott að alast upp þar

Dísa Dóra, 24.3.2008 kl. 14:09

4 identicon

Þetta er sveitin mín, fallegustu fjöll á landinu segi ég.

 kv. fríða sem þú þekkir ekki neitt

Fríða (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:32

5 Smámynd: Álfhóll

Nú er ég forvitin ágæti meðeigandi í fallegustu fjöllum landsins.  Hver ertu, þarft ekkert að segja mér það, þær segja mér það frænkur mínar sem þykjast eflaust eiga meira í fjöllunum en ég. 

Álfhóll, 27.3.2008 kl. 13:40

6 identicon

Horfi í hina áttina heldur en þú, þegar ég er á staðnum. Get með sanni sagt að pabbi eigi flest af þessum fjöllum ;)

fríða (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Álfhóll

Og bærinn ykkar er á  milli heimila föðursystra minna væntanlega...............geri þó fullt tilkall til fjallanna eins  og Ásgrímur  á sinni tíð og allir almennilegir fagurkerar þessa lands.

Bestu kv. gj 

Álfhóll, 28.3.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband