23.3.2008 | 16:39
Nokkrir skottúrar bara......
Í páskafríinu skruppum við bara nokkra skottúra. Hér koma svipmyndir: Við Kristín systir gengum á Helgafell og vorum allt í einu komnar í Hákot og þaðan er mynd af þeim Kristjáni. Svo fórum við í yndislega ferð austur í sveit og Sóley systir og Pétur komu með okkur. Þar fann ég örverpið mitt eins og blóma í eggi með tengdafólkinu sínu. Við skoðuðum rómaðan bústað í Brú og vorum boðin til Guðbjargar og Stefáns í súpu og brauð. Það var farið í skoðunarferð um landareignina og Garðar tengdasonur minn sýndi mér hvar hann ætlar að byggja sér sveitasetur - gröfurnar verða komnar líklega með haustinu. Frá Eyvindarholti eru myndirnar af Stefáni, Guðbjörgu, Kristínu dóttur minni og Garðari tengdasyni mínum. Ég fer ekki fram á meira varðandi ástarlíf dætra minna en að þeim líði vel með kærustunum sínum. Krissan mín blómstrar með Garðari og fólkinu hans og það er ansi dýrmætt. Þaðan er líka mynd af Pétri systursyni mínum og dálitlum uppeldissyni að skoða útsýni - ekki ósvipað því sem Gunnar á Hlíðarenda skoðaði forðum þegar hann ákvað að fara ekki utan. Ég myndi ekki gráta það þó Pétur tæki svipaða ákvörðun eftir 15 ár í Noregi. Nú svo skruppum við í guðdómlegan göngutúr með Margréti og Má meðfram Tungunni. Kíktum í kaffi til Steina frænda og Ingu á Húsafelli og fórum svo á Mr. Skallagrímsson í Borgarnesi. Gaman, gaman og svo aftur í Tungu til Margrétar og Más þar sem við gistum í nótt. Að síðustu myndir af þeim Bergþóri og Snorra systursonum mínum.















Athugasemdir
Já já það er ágætt að fregna af fjölskyldumeðlimum systur minnar svo maður hafi nú eitthvað að tala um í næstu fermingarveislu!
Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 16:44
Bíddu, bíddu Edda mín hvaða tengingu er ég ekki alveg með á hreinu?
Álfhóll, 23.3.2008 kl. 16:47
Jú, ég man það núna. Annað hvort föður eða móðurbróðir Garðars er giftur systur þinni var það ekki einhvern veginn þannig?
Álfhóll, 23.3.2008 kl. 16:49
Jú jú pabbi Garðars og mágur minn eru bræður.
Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 17:23
Vá hvað við erum miklir lúðar, ég og Garðar! Og við sem ætluðum að vera svo kúl í nýju úlpunum. Sumt felur fólk greinilega ekki:-)
Kristín T (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:06
Við í Drápuhlíðinni erum svo spennt fyrir sveitarsetrinu! Finnst að það ætti að virkja gröfurnar strax í dag! Brú er yndislegur staður :)
Háaleitisbrautin, 24.3.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.