Kolrugluð!

Þó ég sé á flesta vegu fullkomin kona þá er ég með einstaka veikleika.  Einn af þeim virðist vera ósjálfráð stelsýki.  Samstarfskonur mínar koma reglulega inn til mín og sækja sér penna, því ég stel öllum þeim pennum sem ég kemst yfir.  Finnst ég venjulega þurfa að hafa penna við höndina til þess að  skrifa niður dúndrandi hugmyndir eða verkefni sem ég vil vinna eða til þess að minna mig á eitthvað sem ég hef gleymt.  Veit ekki af því þegar ég næ mér í penna og sting svo á mig.  Allar töskur sem ég á eru með nokkrum pennum og ég hef ekki hugmynd um hvaðan þeir koma. 

Ég stal einu sinni sálmabók í skírn í Dómkirkjunni og veit ekki hversu margir tóku eftir því þegar ég stakk henni á mig eftir messuna.  Bara fann hana í veskinu mínu þegar ég kom heim og skömmustuleg varð ég að biðja hana Þórunni mína að skila henni fyrir mig og reyna að útskýra stelsýki mína.  Ég stal þráðlausum heimilissíma foreldra minna og fór  með hann heim.  Einu sinni stal ég lyklunum hans pabba, bæði hús- og bíllyklum og hann var búinn að spyrja mörgum sinnum í nokkrar vikur og ég sór og sárt við lagði að ég hefði ekki snert þá.  Þá bankaði Guðmundur hennar Lilju mágkonu uppá hjá þeim og sýndi honum lykla sem höfðu verið skildir eftir hjá  þeim.  Þau búa í sama húsi og foreldrar mínir og stundum heimsækjum við Tommi tvö heimili í sama húsi.  Hann hafði prófað þá á alla bíla á planinu og þeir pössuðu að pabba bíl. Pabbi elskar að hafa eitthvað svona á mig til þess að minna mig á ófullkomleika minn. Hann skemmti sér konunglega yfir lyklaþjófnaði mínum.

Í morgun ætlaði ég út í búð og á leiðinni ákvað ég að hringja í Tomma. Var búin að slá inn númerið þegar ég áttaði mig á að ég var með sjónvarpsfjarstýringuna en ekki símann minn.  Veit ekki af hverju ég stel svona óspennandi hlutum. Ætti e.t.v. að fara að æfa mig í að stela peningum eða gotteríi eða demöntum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahahah  Næst stelurðu börnum, þú ert svo mikil barnakerla!

Edda Agnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband