9.3.2008 | 20:09
Kærkomin hvíld
Dagurinn í dag var fyrsti dagurinn sem ég átti ein og sjálf í langan tíma. Við tókum daginn snemma og fórum í tveggja tíma göngutúr með vinunum okkar góðu og svo í súpu eftir það. Svei mér þá, það er fátt sem gefur mér jafn mikla orku. Hvað eru lífsgæði ef ekki það að eiga góða vini sem alltaf er jafn gaman að hitta og leika sér með?
Þessi mynd er frá Látrabjargi í sumar og næsta sumar ætlum við í Lónið.......... kemst í gegnum hvað sem er með slíka gulrót fyrir framan mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.