8.3.2008 | 16:53
Ef ég svara ekki símanum...
Garðar tengdasonur minn og Kristín dóttir mín keyptu með okkur Tomma nýja farsíma í NY. Þeir ku vera bráðnauðsynlegir og sáraeinfaldir. Hægt að hlusta á tónlist í þeim, taka myndir, skoða tölvupóst og dagbók, skreppa á netið og ég man ekki meira. Það eina er að fyrirbærið hlýðir mér ekki nema því henti. Stundum get ég ekki hringt, stundum ekki svarað og í gær heyrði ég borðið mitt tala og skildi ekki neitt í neinu þar til ég áttaði mig á að það var einhver að tala í nýja símtækinu mínu. Alveg bara bráðnauðsynlegt tæki.
Athugasemdir
hei ræddum við þetta ekki í gær í afmælisboðinu sem stóð frá 14-16 eða var það 14 -24?????????????
Ekki gott að segja...... en veit hins vegar að við ræddum símamálin.
á ekkert að skella brúntónamyndum inna á vefinn svona til að gleðja vini sína.
takk fyrir síðast, ég er með hlátursharsperrur.
día (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 18:09
Ég býð fullt í þennan síma, er alveg til í að skipta við þig. Takk fyrir stórskemmtilegan dag í gær :)
Thelma Ásdísardóttir, 8.3.2008 kl. 18:12
Já takk fyrir síðasthahahahaha mikið er óskaplega gaman og nauðsynlegt að hittast fagna og hlæja vel og mikið af hinu og þessu, en að sitja og hlæja svona mikið að brúntónamyndum hef ég ekki gert áður en hef varla getað hætt því síðan ég prufaði það í gær, mæli með því. Svo í sambandi við svona símadjöfla, er ekki bara illur andi í helvítinu, ég myndi fá Gunnar í Krossinum til að blessa hann
Karla (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:54
Þið þurfið að senda mér brúntónamyndirnar og ég gæti athugað hvort þær sleppa í gegnum ritstjórnina hér á Hóli. Hjartans þakkir fyrir síðast dásamlegu vinkonur............
Álfhóll, 9.3.2008 kl. 19:26
Dýrka svona tæki.
Elisabet R (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 00:06
Já ég líka. Ég er ástfangin af mínu...
katrín anna (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 01:09
Já - og takk fyrir síðast.
Katrín Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.