Klaufi

Stígó 037Ég var með það einhvers staðar í undirmeðvitundinni að tvær samstarfskonur mínar ættu tíu ára starfsafmæli á árinu. Það hefur gerst tvisvar áður  á Stígó og því var fagnað veglega.  Þessar kempur sem nú eru að bætast í tíu ára  hópinn eru þær  Björg og Þórunn.  Svo sló því niður í hausinn á  mér að Þórunn ætti tíu ára starfsafmæli núna á morgun þann 1. mars og mér  datt í hug að við ættum aldeilis að  koma  henni á óvart og gleðja  hana.  Hnippti í tvær  aðrar  samstarfskonur  mínar sem voru hjartanlega sammála.  Þær tóku að sér að koma boðum til Bjargar  sem er  lunkin í svona málum.  Þegar Ingibjörg lét boð ganga til Bjargar um að nú þyrftum við að gera eitthvað fyrir  Þórunni á morgun vegna starfsafmælis hennar og passa upp á að Þórunn fattaði það alls ekki,  varð hún undarleg á svipinn - það er nefnilega Björg sem  á morgun hefur  í tíu ár unnið á Stígó. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hehehehe úps

Kær kveðja til ykkar allra og sérstaklega til Bjargar 10 ára kerlu - sú sem algjörlega bjargaði geðheilsu minni

Dísa Dóra, 1.3.2008 kl. 08:08

2 identicon

Guðrún mín

bjalla i pappirínu þegar svona mál koma upp - límheilinn minn virkar fínt í svona málum en alls ekki aldrei að leita til mín varðandi t.d. landafræði. Annars veit ég að þetta hefur bara verið fyndið og skemmtilegur 1. mars fyrir ykkur allar.

Til hamingju allar og sérstaklega þú Björg mín - greinilega jafn glæsileg í Ammmeríkkunni eins og hér heima. Skála fyrir þér í kvöld.

hlakka til að sjá ykkur í næstu viku.

Día

dia (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Garún

Til hamingju Björg. Við konurnar í Höfnum eigum þér margt að þakka. Þú ert mega töffari

Garún, 1.3.2008 kl. 17:31

4 identicon

Ég er náttúrulega að rifna úr stolti yfir minni konu ( MY WOMAN, BIG MAMA) Til hamingju Björg!!  Missti andann þegar ég sá þessa undurfallegu mynd af henni, vona að þið hafið átt frábæran dag, það átti ég , var í 1 árs afmæli Jökuls ömmustráks og hann er farin að hlaupa um gólfin, segðu Björgu ömmu frá því. Hlakka til að fá ykkur heim

bestu kveðjur

Karla 

Karla (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:14

5 Smámynd: Álfhóll

Takk fyrir góðar kveðjur kæru vinkonur. 

Dísa mín, ég skal koma til skila frá þér fallegum skilaboðum og Díana mín og Karla  þið hefðuð sómt ykkur ansi vel hér í heimsborginni. Hér erum við bara hamingjusamar og spurning hvort viö komum heim aftur?  Það vill til að okkar bíður svo ótrúlega skemmtilegt fólk og mikilvægt starf.

Love frá New York

Guðrún

Álfhóll, 2.3.2008 kl. 06:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband