Það fer ekki brosið af Stígamótakerlunum!

IMG_1012IMG_1030IMG_1018Mesti lúxus sem við höfum leyft okkur á Stígamótum er þessi ferð okkar á Kvennanefndarfund Sameinuðu Þjóðanna.  Þökk sé Equality now.  Ég hafði ekki áttað mig á hversu mikilvægt það er næra hópinn á þennan hátt.  Það skal tekið fram samviskusamlega að við erum með trúboðstöskuna, fulla af diskum, herrastígamótanærbuxum og öðrum nauðsynjum.  Í gær var íslenski hliðarviðburðurinn okkar "Growth, power  and fun" og ég ætla að leyfa mér að  segja að hann var allt öðru vísi en allt annað sem hér var í boði og við fengum rosalega góð viðbrögð frá þakklátum áhorfendum sem voru rúmlega hundrað.  Það óvæntasta var fyrirlestur Matthildar Helgadóttur Ísfirðings og myndbrotið sem hún sýndi úr myndinni óbeisluð fegurð.  Áheyrendur sem voru kokteill af kvennahreyfingunni, embættismönnum  og pólitíkusum ætluðu að rifna úr hlátri og það var hlegið stanslaust allan tímann.  Erum að ræða um alheimsfegurðarsamkeppni með sömu formúlu.  Um kvöldið fórum við Þórunn í Metropolitan óperuna og sáum Carmen.  Hakan niðrá bringu  yfir skrautinu, búningunum, sviðsmyndinni, lýsingunni og síðast en ekki síst söngnum.  Ég var dauðuppgefin og eiginlega viss um að ég myndi sofna á fyrsta  hálftímanum,  en það var ekki ein leiðinleg mínúta  þá þrjá og hálfan tíma sem sýningin varði.

Í dag var Coalition against trafficking in women með málstofu og ýmislegt fleira var á boðstólnum, en eftir hádegi skelltum við okkur þrjár á  snyrtistofu og fengjum okkur manicure og pedicure dásamlegt dekur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég hef búid núna í danmørku í fjøgur ár og fordast fyllerísíslendingaféløgin einsog heitan hamborgara. Stunda hønnunarnám og hef næstum engin samskipti vid íslendingana sem ég heyri gaspra hér og thar í Kolding. Mig hefur bara langad til ad adlada mig ad danska samfélaginu eins mikid og ég gæti. Hef hitt yndislegu kærestuna mína thar og er hún stærsti áhrifavaldurinn ad thví ad ég núna tala reiprennandi dønsku. Einn besti vinur minn býr í Árósum og ég heimsæki hann og fjøskyldu eins oft og ég get. Thar hef ég mína íslensku og elska ad tala út í eitt thegar vid hittumst. Tala ad sjálfsøgdu vid vini og fjølskyldu í síma eins oft og ég get, en vegna minnar óttarlegu símasamtala-føtlunar fæ ég lítid sem enga æfingu útur theim samtølum...en nú er ég fluttur til Helsinki og hef ekki talad íslensku í umthadbil mánud...fyrir utan síma. Thessvegna langar mig bara ad segja takk fyrir thitt yndislega blogg. Ég thekki thig og thína ekki neitt, en thar sem ad thetta er hid mikla interlnet hef ég møguleika á ad njósna adeins. En engar áhyggjur, mínar njósnir felast eingøngu í thví ad njóta thinnar einstaklega gódu notkunnar á okkar íslensku tungu og ad sjálfsødu thínum spennandi frásøgnum af ferdum, flugi og einstaklega spennandi og mikilvægu starfi.  Uppgøtvadi bloggid thitt í gegnum mbl.is, thar sem ég smelli oft á fréttabloggarana til ad lesa hugsanlega meira vit...oftast án árangurs. En thitt blogg var bara svo einlægt, gott og vel skrifad ad nú er ég, afsakadu slettuna, húkkt. Ótrulegega gott starf sem thú hefur unnid...og vinnur enn. Ég vona ad thad finnst mannaskja, kona, eins og thú í hverju landi. Thad vantar ekki.

 Takk fyrir gód skrif, innblástur og íslenskuna...

 Steini 

Torsteinn L. Helgason (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Garún

Váááááá Carmen....þegar ég fer loksins til New York ætla ég bara að fara á  söngleiki og í leikhús.  Það verður svona pílagrímsferð..oh ég öfunda þig

Garún, 29.2.2008 kl. 09:21

3 identicon

OOOOOOOOOOOOOOOOOooooooooooooooohh!!  hvað hlýtur að vera gaman hjá ykkur, hugsa til ykkar og er með ykkur í huganum, gott að fá smá fréttir í gegnum Álfhól.

Njótið og njótið og njótið!

Hjartans kveðja

Karla

karla (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Guðbjörg Jónsdóttir

Sæl, Guðrún mín!

Mikið var skemmtilegt að lesa bloggið um þingið í NY. Ég get rétt ímyndað mér að þingheimur hefur skemmt sér, ég var alveg komin þangað líka í huganum. Var einmitt að spyrja Dóru á blogginu hennar hvað hafi verið svona fyndið og gat svo lesið það á þínu bloggi, hí,hí. Ég kíki einstöku sinnum inn á ykkur bloggdömur! Svo fannst mér mjög merkilegt að lesa um þessa kvennafréttastöð, gott framtak.

Kær kveðja,

Guðbjörg

Guðbjörg Jónsdóttir, 9.3.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband