26.2.2008 | 18:35
Með puttann á alþjóðapúlsinum
Oft hefur mér þótt vinnan mín skemmtileg, en sjaldan eins og í gærkvöldi þegar ég tók á móti samstarfskonum mínum í New York. Þið hefðuð átt að sjá okkur þegar við gengum hér saman allar í hóp og könnuðum SÞ bygginguna í þaula, skoðuðum dagskrána saman og lögðum á ráðin um hvernig við fengjum sem allra mest útúr ferðinni. Það er svo góð tilfinning að hópurinn allur styrkist og nærist til þess að eiga kraftinn í að takast á við hversdagslífið í vinnunni þar sem stundum gengur æði mikið á. Þetta gátum við gert vegna stuðnings Equality Now!
Aðalritarinn opnaði fundinn með því að hrinda af stað átaki gegn ofbeldi gegn konum - ekki óviðeigandi. Við sjálfa opnunina töluðu þrír aðrir aðilar. Einn fulltrúinn var fulltrúi frjálsra félagasamtaka: Taina Bien -Aime framkvæmdastýra Equality now! Það var góð tilfinning að sjá hana og heyra og ég þandi brjóstið heldur meira en venjulega.
Aðal þemu þessa kvennanefndarfundar eru valdefling og fjármögnun og þess vegna hönnuðum við íslensku félagasamtökin dagskrá undir yfirskrifinni; Growth, Power and fun. Mun verða með fiðrildi í maganum þar til hún er yfirstaðinn, en það bara fylgir. Veltum því aðeins fyrir okkur hvort það væri viðeigandi að selja herranærbuxurnar góðu á eftir íslensku dagskránni - erum ekki alveg búnar að gera upp hug okkar. Hér hef ég hitt margar vinkonur mínar úr ólíkustu heimshornum. Gaman gaman.
Athugasemdir
Gangi þér, og ykkur öllum, sem allra, allra best. Góða skemmtun.
Sigrún (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:08
Gangi ykkur vel og skemmtið ykkur sem allra best. Vona að þið náið að skoða helling og gera það sem ykkur langar til
Dísa Dóra, 27.2.2008 kl. 13:29
Frábært, gangi þér vel og samferðakonum.
Edda Agnarsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:46
Ég er svo ánægð með ykkur. Ég er svo yfir mig ánægð að þið séuð andlit íslands í þessum málum. Þið eruð svo miklir töffarar og miklar konur...
Garún, 27.2.2008 kl. 18:55
Gangi ykkur vel og góða skemmtun elsku vinkonur
kv Día
dia (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.