23.2.2008 | 19:55
Góđar fréttir
Ţessi frjóa stelpa átti mörg áhugamál ţegar hún var lítil. Ţađ sem einkenndi hana var endalaust ímyndunuarafl og hún hefur alltaf veriđ fyndnasti fjölskyldumeđlimurinn. Hún átti góđan ósýnilegan vin sem hét Svenson. Svenson rak međ henni sjoppuna Gítar ţar sem hćgt var ađ kaupa bćđi jarđaberjagos og ýmislegt annađ frumlegt gotterí sem hvergi fékkst annars stađar. Ţađ skemmtilega viđ Svenson var ađ hann gat bćđi stćkkađ og smćkkađ eftir ţví sem viđ átti og gat međal annars auđveldlega boriđ hana á herđum sér yfir sjóinn til Frikklands og annara landa sem ţau Ţóra höfđu hug á ađ heimsćkja. Á tímabili ţurfti ađ leggja á borđ fyrir Svenson eins og ađra sjáanlega fjölskyldumeđlimi og taka fullt tillit til hans ţegar deila átti út veraldlegum gćđum. Í nánasta umhverfi Ţóru voru ljón líka áberandi. Einhvern tíma fann ég kjötbein og kartöflur í ýmsum ílátum í herberginu hennar og líka í öllum hornum. Ţegar ég spurđi hana hvers vegna ţessi matur vćri um allt í herberginu hannar, benti hún á ađ ţađ vćri mikil hćtta á ađ ljón gćtu klifrađ til okkar upp á ţriđju hćđ og inn um gluggann hennar og ţau gćtu veriđ svöng og ţví vćri ţetta bara sjálfsögđ öryggisráđstöfun. Ef hún hefđi bara nóg af fóđri handa ţeim myndu ţau ekki éta hana.
Ţađ eru til fullt af myndböndum hjá afa hennar af blađamannatilraunum hennar alveg frá ţví hún var 7 eđa 8 ára. Viđtöl viđ flesta fjölskyldumeđlimi og ýmsir ţćttir sem vel hefđu sómt sér á RÚV. Ţessi stelpa var ađ landa blađamannaverđlaununum fyrir rannsóknarblađamennsku. - Já ég veit vel ađ hún deildi ţeim međ Simma og ritstjórn DV. En hún fékk blađamannaverđlaunin. Verđskuldađ!
Athugasemdir
Til hamingju međ Ţóru og Ţóra sjálf til hamingju!
Góđa ferđ Álfhóll til NY.
Kossar frá okkur Heklu
Háaleitisbrautin, 23.2.2008 kl. 20:14
Til hamingju međ ţađ
Dísa Dóra, 23.2.2008 kl. 21:56
Hamingjuóskir til Ţóru - glćsilegt! Sjáumst í NY!
Halldóra Halldórsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:50
Hamingjuóskir til ţín og fjölskyldu ţinnar Guđrún mín međ Ţóru.
Edda Agnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 23:57
Hamingjuóskir til ykkar allra og ţó sérstaklega til ţín Ţóra.
dia (IP-tala skráđ) 24.2.2008 kl. 08:47
Ég er ekki frá ţví ađ hún gćti líka unniđ fegurđarsamkeppni a.m.k ef viđ myndum tefla fram myndinni af henni í Hensongallanum međ drengjakollinn!! Hrillilegur útgangur á barninu!!
Dóra- sáumst í NY á morgun!!
Kristín Tómasdóttur (IP-tala skráđ) 24.2.2008 kl. 13:46
Já Kristín - HF er búin ađ koma sér fyrir á Podinum og bíđur eftir flóđbylgjunni frá Íslandi.
Halldóra Halldórsdóttir, 24.2.2008 kl. 18:07
Elisabet R (IP-tala skráđ) 25.2.2008 kl. 04:03
Innilega til hamingju Ţóra og ađrir Álfhólsfjölskyldumeđlimir!!!
Kristín Björk (IP-tala skráđ) 25.2.2008 kl. 08:14
Til hamingju međ Ţóru - og Ţóra, aftur til hamingju!
Mér finnst Svenson mjög áhugaverđur í ljósi ţess ađ ég átti einmitt mjög góđa vinkonu sem hét Lísa, eđa Dísa, og ég lék viđ hana stundunum saman og ţađ varđ ávallt ađ leggja á borđ fyrir hana! Ég tel ađ ţetta sé ţroskamerki - frekar en afbrigiđlegheit... Viđ hefđum kannski átt ađ kynna Lísu/Dísu og Svenson. Ţeim hefđi eflaust komiđ vel saman.
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráđ) 26.2.2008 kl. 15:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.