23.2.2008 | 19:55
Góðar fréttir
Þessi frjóa stelpa átti mörg áhugamál þegar hún var lítil. Það sem einkenndi hana var endalaust ímyndunuarafl og hún hefur alltaf verið fyndnasti fjölskyldumeðlimurinn. Hún átti góðan ósýnilegan vin sem hét Svenson. Svenson rak með henni sjoppuna Gítar þar sem hægt var að kaupa bæði jarðaberjagos og ýmislegt annað frumlegt gotterí sem hvergi fékkst annars staðar. Það skemmtilega við Svenson var að hann gat bæði stækkað og smækkað eftir því sem við átti og gat meðal annars auðveldlega borið hana á herðum sér yfir sjóinn til Frikklands og annara landa sem þau Þóra höfðu hug á að heimsækja. Á tímabili þurfti að leggja á borð fyrir Svenson eins og aðra sjáanlega fjölskyldumeðlimi og taka fullt tillit til hans þegar deila átti út veraldlegum gæðum. Í nánasta umhverfi Þóru voru ljón líka áberandi. Einhvern tíma fann ég kjötbein og kartöflur í ýmsum ílátum í herberginu hennar og líka í öllum hornum. Þegar ég spurði hana hvers vegna þessi matur væri um allt í herberginu hannar, benti hún á að það væri mikil hætta á að ljón gætu klifrað til okkar upp á þriðju hæð og inn um gluggann hennar og þau gætu verið svöng og því væri þetta bara sjálfsögð öryggisráðstöfun. Ef hún hefði bara nóg af fóðri handa þeim myndu þau ekki éta hana.
Það eru til fullt af myndböndum hjá afa hennar af blaðamannatilraunum hennar alveg frá því hún var 7 eða 8 ára. Viðtöl við flesta fjölskyldumeðlimi og ýmsir þættir sem vel hefðu sómt sér á RÚV. Þessi stelpa var að landa blaðamannaverðlaununum fyrir rannsóknarblaðamennsku. - Já ég veit vel að hún deildi þeim með Simma og ritstjórn DV. En hún fékk blaðamannaverðlaunin. Verðskuldað!
Athugasemdir
Til hamingju með Þóru og Þóra sjálf til hamingju!
Góða ferð Álfhóll til NY.
Kossar frá okkur Heklu
Háaleitisbrautin, 23.2.2008 kl. 20:14
Til hamingju með það
Dísa Dóra, 23.2.2008 kl. 21:56
Hamingjuóskir til Þóru - glæsilegt! Sjáumst í NY!
Halldóra Halldórsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:50
Hamingjuóskir til þín og fjölskyldu þinnar Guðrún mín með Þóru.
Edda Agnarsdóttir, 23.2.2008 kl. 23:57
Hamingjuóskir til ykkar allra og þó sérstaklega til þín Þóra.
dia (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 08:47
Ég er ekki frá því að hún gæti líka unnið fegurðarsamkeppni a.m.k ef við myndum tefla fram myndinni af henni í Hensongallanum með drengjakollinn!! Hrillilegur útgangur á barninu!!
Dóra- sáumst í NY á morgun!!
Kristín Tómasdóttur (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:46
Já Kristín - HF er búin að koma sér fyrir á Podinum og bíður eftir flóðbylgjunni frá Íslandi.
Halldóra Halldórsdóttir, 24.2.2008 kl. 18:07
Knús. Til hamingju Guðrún, til hamingju Þóra og Svenson líka.
Elisabet R (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 04:03
Innilega til hamingju Þóra og aðrir Álfhólsfjölskyldumeðlimir!!!
Kristín Björk (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:14
Til hamingju með Þóru - og Þóra, aftur til hamingju!
Mér finnst Svenson mjög áhugaverður í ljósi þess að ég átti einmitt mjög góða vinkonu sem hét Lísa, eða Dísa, og ég lék við hana stundunum saman og það varð ávallt að leggja á borð fyrir hana! Ég tel að þetta sé þroskamerki - frekar en afbrigiðlegheit... Við hefðum kannski átt að kynna Lísu/Dísu og Svenson. Þeim hefði eflaust komið vel saman.
Dagný Rut Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.