Vondar fréttir

IMG_0825Rachel vinkona mín hringdi til mín áðan. Hún sagði að það væri fyrst núna sem hún væri farin að hugsa skýrt.  Það var ráðist á skrifstofu Hjálparstofnunnar norsku kirkjunnar í Basra í Írak fyrir nokkru síðan, fjórir gíslar teknir og þeir beittir ofbeldi en síðan sleppt.  Á meðal gíslanna  var eiginmaður aðstoðarkonu Rachelar.  Það hefur allt verið í uppnámi síðan og auðvitað fór starfsfólkið að velta upp hvort árásin stafaði ekki af kvennaverkefninu sem er eitt af fjórum verkefnum sem þau stýra  frá Jórdaníu. Í framhaldinu var ákveðið að leggja það á ís í  bili og jafnvel hætta alveg við  það.  Það var ekki skrýtið að ég hefði vonda tilfinningu fyrir þessu verkefni.  Mér  finnst þó alveg hræðilegt að árásin verði til þess að alþjóðasamfélagið gefist bara  upp á  að bæta stöðu kvenna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband