Leiði..........

Mamma mín er með klárustu konum sem ég þekki. Einu sinni sagði hún við mig að mér hefði aldrei leiðst þegar ég var barn.  Ég held að það sé rétt hjá henni og ég held að það séu forréttindi að losna við að láta sér leiðast.  Mér hefur mjög sjaldan leiðst í lífinu, mér finnst lífið næstum alltaf bráðskemmtilegt. En akkúrat núna leiðist mér. 

Asíuferðin dró dilk á eftir sér, sem ég hélt að ég myndi hrista  af mér.  Mengunin var svo mikil að ég gamall asmi tók sig upp og ég kom lasin heim.  Fór til læknis og fékk lyf sem ekki bitu og endaði með lungnabólgu. Búin að éta lyf í fimm daga og batinn lætur á sér standa. Er algjört slytti og hef ekki orku til eins eða  neins.  Ef það er eitthvað sem mér leiðist þá er það slíkt ástand.  Ég veit að þegar konu fer að leiðast er það batamerki. Búin með krimmann sem Margrét keyrði til mín og er búin að fara í bað og meira að segja pússa á mér neglurnar, góðs viti.  Sé þó ekki framá að komast í göngutúr með vinunum mínum lipru á morgun og er ekki búin að fara í vinnuna mína síðan 5. desember - grjótfúlt.  Ég sem hlakka svo rosalega til að takast á við ótal skemmtileg verkefni sem bíða mín.  Núna finnst mér að einhverjar af systrunum mínum eða dætrum ættu að koma og skrabbla við mig............ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hverskonar systur og dætur eru þetta eiginlega þegar aðalkonunni leiðist ???

bataknús -

Día

diana (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi batnaðarkveðjur.

Skil vel þetta með að leiðinn laumist að þegar orkan er engin til að gera hluti sem maður er vanur. 

Dísa Dóra, 5.1.2008 kl. 18:44

3 identicon

Æi, Gunna mín, gerðum við alveg út af við þig þarna um kvöldið? Vona að þú hressist hið fyrsta.

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Álfhóll

Skammast mín fyrir að vorkenna  mér svona, auðvitað komu bæði Margrét og Kristín systir og skemmtu mér konunglega eins og Kóngsbakkingum einum sæmir.  Bráðbatnar........

Gj

Álfhóll, 5.1.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góðan bata, ef þig vantar krimma þá á ég nokkra ;-) heimsendingarþjónusta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.1.2008 kl. 01:17

6 identicon

Hinar lipru tær söknuðu þín í dag, eftir hálfan mánuð verður lagt upp frá V3. Vonandi verður þér batnað strax á morgun......

Kalli (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:17

7 Smámynd: Álfhóll

Elska ykkur og Kallinn minn, mun ekki láta mig vanta í V3.......hlakka til.

Guðrún

Álfhóll, 7.1.2008 kl. 09:18

8 identicon

Halló! Veit ekki betur en að ég hafi setið og staðið eins og þér hentaði á Hólnum þarna á sunnudaginn. Skrabblaði og allt. Mæli þó ekki með því - mamma er oft skemmtilegri en þegar henni leiðist.

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband