Af hverju eru kyrnar ekki skotnar handa fataekum????

miðvikudagurinn 19. des. 07 – þurfti að tékka í dagatalinu.......

Þjóðgarðurinn Keoladeo Gahna 

Í dag voru .þrír menn í fullri vinnu við að skemmta okkur Tomma einum.  Við borguðum þeim helmingi meira en þeir settu upp í laun, en samt skammast ég mín fyrir að segja hvað við greiddum þeim.  Við leigðum okkur hjólakerru með bílstjóra og leiðsögumann og eyddum deginum í fuglaparadís. Sáum fullt af dádýrum og antilopum, villisvín, marga sjakala, kyrkislönguholur og fleiri tegundir fugla en finnast á öllu Íslandi.  Á meðan beið  einkabílstjórinn með bíl eftir okkur til þess að keyra okkur til baka á hótelið, fimmtán mínútna keyrslu í burtu.  Það hefur reynt hressilega á siðferði okkar þessa dagana og ég held að við höfum staðist þá raun illa.  Þegar búin að finna ótal afsakanir eins og að við tvö breytum ekki milljarðaþjóð á einni viku, að vð höfum verið að skapa mönnum vinnu sem ella hefðu ekki haft neina, að við höfum borgað þeim mun meira en aðrir ..............lélegar réttlætingar allt saman.  Ég viðurkenni að ég naut þess að láta stjana við okkur og fara svo inn á fallegasta hótel sem ég hef séð fyrir minni pening en ég hef áður borgað fyrir samskonar lúxus.........   Dagurinn var yndislegur í einu orði sagt.............. og á morgun tígrisdýr ?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt að lesa þessa ferðasögu ykkar, gott að geta skroppið aðeins til Indlands í huganum svona í miðjum próflestri og ritgerðarsmíðum.  Vona, og veit að þið njótið ævintýrisins!

Annars hvað varðar heilögu kýrnar þá var nú einhver mannfræðingur einhverntíman sem hélt því fram að mykjan úr kúnum væri meira virði og hefði meira notagildi en kjötið og þess vegna væri kúnum ekki slátrað...

kv. mannfræðineminn

Kristín Björk (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 13:09

2 identicon

Mikið er gaman að lesa um upplifun ykkar af Indlandi -þó sérstaklega minni gömlu heimahöfn Delhi. Upplifun ykkar er nánast sú nákvæmlega sama og okkar Kristbjargar á sínum tíma; pirringur yfir áreiti, undrun yfir mannhafinu og sorg vegna eymdarinnar. Ef þið hafið áhuga þá er hægt að lesa um líf okkar í Delhi (NOIDA) hérna: http://kiddyogvaldi.blogspot.com 

Hafið það em allra best yfir jólin

Feliz Navidad

Valdi 

Valdimar ólafsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:40

3 identicon

Gaman að lesa bloggið og geta fylgst með, þetta hljómar allt svo ótrúlega.  Ég sé fyrir mér myndir frá Indlandi, af iðandi mannlífi þar sem öllu ægir saman og reyni að sjá ykkur fyrir mér mitt í því öllu.  Gengur það satt að segja ekki vel....Þið verðið því að taka myndir af því fyrir mig.

Hafið það sem allra allra best, kv. Þórunn.

Þórunn (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Álfhóll

Yndislegu vinir. Gott ad fa athugasemdir, Vorum ad koma til Jaipur....... erum ad fara ut ad halda afram ad upplifa. Meira um thad sidar.

Bestu kv. Gudrun

Álfhóll, 22.12.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband