12.12.2007 | 09:39
Það virðist ekki vera neitt að stjórnborðinu!
Halló Nepal!
Ég komst inná stjórnborðið á sama hátt og þú átt að komast inná það! Er ekki bara vandamálið að þú ert í Nepal, þar sem stjórnborðin á mbl bloggum virka ekki eins og á Íslandi? Gæti verið.
Allt gott að frétta héðan. Jólaskemmtun hjá Tomma í gær á Mýri, Anna fer í jólafrí 20.des (og sóley líka). Katla biður stöðugt um að fá að tala við uppáhalds frænku sína, KÍKÍ, í símann.
Ég er búin að sanka að mér sólarlandafötum héðan og þaðan. Árni hennar Lilju lánaði Garðari stuttbuxur. Sólarvörnin komin ofan í tösku og ég er búin að klippa mig stutt svo hárið verði ekki fyrir mér í slökuninni. 6 dagar í brottför.
Ég er fegin að þið sáuð ekki tígrisdýr. Er ykkur ekkert illt í rassinum eftir físlbakið? Hefuru getað notað Ipotinn eða ertu farin að nöldra um að hann sé ónýtur? (ef svo er, athugaðu þá með hold-takkann ofan á i-potinum ef þú sérð glitta í appelsínugulann lit þá skaltu færa holdtakkann) .Ef þú kemst ekki inná stjórnborðið, prófiði þá stjórnborðið inná bloggið hjá pabba. Ef þið komist ekki heldur inn þar þá er vandamálið hjá ykkur. Hér heima virkar bloggið fínt.
Fariði varlega!!!
Kossar,
Krissa Hryssa
Athugasemdir
fínt að vita að þið sáuð BARA fótspor eftir tígrisdýr..
sendið okkur bara tölvupóst með bloggfærslum og við hendum þeim inn á bloggið. þið getið líka sent okkur myndir og svona og við sjáum um að dúndra því inn á síðuna.
annars farið varlega og passið að fá ekki of heiftarlegan niðurgang!
Þóra (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:31
Takk fyrir hjalpina elskulegu daetur minar.
Hvernig datt ther i hug Krissan min at Ipotinn vaeri onytur? Athuga thetta med appelsinugulu skelluna. Var ad ganga framhja daudri rottu og er alveg ad jafna mig. Frabaert ad tid seud ad fara i hitann og faranlegt at einhvers stadar seu folk at fara i jolafri og svona........Hjalpidi ommu ykkar og afa inn a bloggid mitt ef thau kunna tad ekki og astarkvedjur til theirra og knusidi barnabornin okkar extra mikid thessa ommu og afalausu daga.
Meira sidar.
Gj
Álfhóll, 13.12.2007 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.