5.12.2007 | 18:45
Nýir ábúendur á Álfhóli
Frá og með morgundeginum, setjast Biggi og Steinunn að á Álfhóli. Núverandi húsráðendur eru að fara í loftið á leið til London - Bharin - Kathmandu í Nepal.
Ferðalagið hefst með myndavélarkaupum í London og svo er hugmyndin að skrifa brot úr ferðasögu hér á þessum fámiðli fyrir fjölskylduna og okkur sjálf.
Við höfum ákveðið að sleppa jólunum ALVEG og sendum ekki árlega jólaskýrslu og kaupum engar jólagjafir. Stimplum okkur svo aftur inn fyrir næstu jól. Við sendum því okkar bestu jólakveðjur til allra og óskir um frið og notalegheit yfir hátíðirnar.
Bless í bili
Guðrún og Tómas Asíufarar
Athugasemdir
Góða ferð. Vona að ferðin verði gefandi og skemmtileg
Dísa Dóra, 6.12.2007 kl. 07:48
Góða ferð kæru vinir,
hlakka til að heyra frá ferðalaginu og sjá ykkur í janúar.
kv Día og co
dia (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:07
Elsku Tommi og Gunna
Skemmtið ykkur rosalega vel. Við pössum hólinn og kettina.
Jólakveðja
Snjólaug og strákarnir (fótboltaliðið)
Snjólaug frænka (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.