Úr hversdagslífinu

IMG_3075IMG_3086IMG_3067Nú fer að styttast í næstu fótboltakeppni á milli Tommís og Biggís.  Framleiðendur Biggís liðsins fundu smátuðru í dótakassanum á Álfhóli og gátu ekki stillt sig um  að taka smáæfingu. Ég held að þau séu að taka þetta ansi alvarlega. Og Steinunn sem er að fara í aðgerð á hné í næstu viku.  Svo slæddust með myndir af afastelpum.  Önnur að læra heima, hin að hjálpa afa sínum að taka til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Nú hefur uppáhaldsfeministinn minn (KA) lagt bloggárar í bát í bili og því sný ég mér hingað. Hef áhuga á að vita hver afstaða feminista (sem er kannski misjöfn) til þessarar umræðu hér.

http://eyjan.is/peturty/2007/11/15/af-strakum/#comment-524

Vona að áhugi til svars sé fyrir hendi.

Guðlaug Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:42

2 identicon

Iss Bigginn og Steinunn eru bara orðin stressuð! Þau vita að það veitir ekki af æfingunni þrátt fyrir að þau hafi framleitt helmingi stærra fótboltalið en þið. Þau vita líka að við ólumst upp hjá íþróttakennara og erum ALLAR harð giftar atvinnumönnum í fótbolta!  Það kemur mér því ekki að óvart að þau nýti hvert tækifæri í æfingar.

Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:18

3 identicon

Ég verð að segja að þessar myndir af Bigga og Steinunni hræða mig ofsalega... mjög atvinnumannalegt að þurfa að haldast í hendur til að þora að sparka í dótið hennar Kötlu..

Þóra (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 06:08

4 Smámynd: Álfhóll

Sæl vertgu Guðlaug. 

Ég  var búin að sjá þessi skrif Péturs og hef ýmislegt um þau að segja.  Ég ætla bara ekki að segja það á þessum heimilismiðli.  Álfhóll er vettvangur hversdagslífsins heima hjá mér, ekki pólitískra skoðana minna.  Ég hef nóg tækifæri til þess að viðra þær annars staðar.

 Bestu kveðjur

Guðrún

Álfhóll, 19.11.2007 kl. 19:14

5 identicon

Kæra Tommís

 Þó að hálft landsliðið væri í ykkar liði , ættu þið ekki roð í okkur Biggís ...........

Aðstoðaþjálfari Biggís (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:12

6 identicon

Einmitt það já. Þegar þið eruð ekki "upptekin" meinaru? -Mér finnst nú heiðarlegra að viðurkenna vanmátt sinn en að þykjast ekki komast á fótboltamót sem var ákveðið fyrir lööööngu síðan.

Sóley "spyrna"

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband