6.10.2007 | 18:34
Á ferð og flugi
Kom heim í gærkvöldi frá Litháen. Þar var ég á fundi í tengslum við öflugt mansalsverkefni og í framhaldinu á ráðstefnu um sama efni. Hafði innlegg báða dagana um stöðuna á Landinu bláa. Stundum gæti ég eins haldið til á Grandhóteli eða Sögu, var sótt á flugvöllinn og vann allan tímann fram að brottför. Stalst út að borða tvisvar og var með vonda samvisku því dagskráin var svo þétt. Það vill til að þátttakendur í verkefninu eru að hristast vel saman og verkefnið að byrja að skila árangri. Gott að tilheyra Nordisk/Baltiskri fjölskyldu sem er að paufast í sömu verkefnum.
Er að fara í fyrramálið til Portúgal á mansalsráðstefnu hjá Evrópusambandinu og eftir þá ráðstefnu og eftir Litháenferðina og Geysisverkefnið góða verð ég rosalega vel nestuð til þess að selja stjórnendum íslenskra stofnanna og ráðherrum framkvæmdaáætlun gegn mansali, byggða á nýjustu og bestu þekkingu og yfirsýn!
Verð svo heima í viku áður en ég fer aftur til Litháen til þess að tala á ráðstefnu Evrópsku kvennaathvarfahreyfingarinnar um empowerment. Verð svo heima í mánuð áður en ég fer af stað aftur............meira um það síðar.
En ég verð að segja að heima er best!!! Búin að eiga góðan dag með Tomma, mömmu og pabba, Begga og Rósu, Sóleyju Aart, Tomma og Önnu og Þóra er á leiðinni með litla ungann minn sem ætlar að lúra hjá ömmu og afa. Tomminn minn frammi í eldhúsi að elda handa mér góðan mat.......lívet er ikke det verste jeg vet...........
Athugasemdir
Þú hefur greinilega ekki mikla þörf fyrir að hitta mig...
Kristín Tómasdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:47
Krissan mín, ég elska þig og þú svarar ekki símanum þínum.
Mamma þín
Álfhóll, 6.10.2007 kl. 20:57
Gunna. Þú ert baaaarrrrrraaa flott! Við Íslendingar erum lánsöm að eiga réttsýnan baráttujaxl eins og þig. bkv. Árni frændi.
Árni Birgisson, 7.10.2007 kl. 10:21
Árninnn minn. Ef ég er í lagi, þá er það ekki síst vegna góðs stuðnings úr minni nánustu fjölskyldu. Karlar eins og þú og pabbi þinn og bróðir hans pabba þíns sem er maðurinn minn, bróðir minn, faðir, einhverjir tengdasynir og dóttursonur eruð mér stöðug hvatning og gera það að verkum að ég man eftir því að karlar geta verið algör dásemd.......
Álfhóll, 10.10.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.