13.9.2007 | 08:15
Grænlandsleiðangur
Er að fara til Grænlands í fimm daga á ráðstefnu Nordiske kvinner mot vold. Samtaka sem ég stofnaði við mitt eigið eldhúsborð í Noregi árið 1994. Við hittumst árlega konur frá ca 200 kvennaathvörfum á Norðurlöndunum, margar þeirra gamlar og góðar vinkonur mínar og á hverju ári kynnist ég nýjum valkyrjum. Ég ætla að halda erindi um efni sem mér þykir bæði mikilvægt og ferskt og hlakka til að sjá hvernig það fer í samstarfskonur mínar. Kristbjörg samstarfskona mín ætlar að frumsýna nýju Stígamótamyndina sína. Svo ætlum við aðeins að skreppa í Moskussafari og út á innlandsísinn í Kangerlussuak á vesturströndinni. Verð að segja að vinnan mín er ekkert sérlega leiðinleg.
Athugasemdir
Passið ykkur á ísbjörnunum :)
Thelma Ásdísardóttir, 15.9.2007 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.