


Karlinn á þessum myndum er búinn að vera vinur minn frá því að ég fæddist. Ég man ekki eftir því að hann hafi skammað mig nema einu sinni þegar ég ætlaði út á gamlárskvöld með mislinga. Svona í svipinn man ég ekki eftir því heldur að ég hafi skammað hann nokkuð sérstaklega mikið. Við höfum fyrst og fremst verið vinir...... Á fyrstu myndinni er hann með mömmu í Noregi, á annarri myndinni er hann ótrúlega líkur Gumma sonarsyni sínum og á síðustu myndinni er hann með okkur mömmu og Sóleyju systur í frábærri Þórsmerkurferð í sumar. Það sést alveg á myndinni hvað hann er heillaður af landslaginu. Það er eitt af því sem hann kenndi mér að dást að fegurð náttúrunnar..........Hann er maður dagsins á Álfhólsfjölmiðlinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.